Hvasst hefur verið í Mýrdal í dag og rigning en um miðjan daginn rofaði til og náði lögregla þá að mynda skriðuna sem féll úr Reynisfjalli snemma í morgun.
Líkt og sést á þessum myndum hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum ef fólk hefði staðið á þeim stað þar sem skriðan féll en á nákvæmlega sama stað féll grjót í gær á ferðamenn sem þar stóðu. Lögreglan sýnir drónamynd af svæðinu:
https://www.facebook.com/logreglasudurland/videos/377211159626197/
Umræða