• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Föstudagur, 4. júlí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

46 þingmenn brutu stjórnarskrána

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
10. september 2019
in Aðsent & greinar
A A
0

 

,,Og sumir sem áður sviku ættjörðina, viðurkenndu hreinlega að þeir hefðu ekki lesið frumvarpstextann“

Guðbjörn Jónsson skrifar um staðfestingu á Orkupakka 3

46 þingmenn brutu stjórnarskrána.- Það er nöturlegt fyrir þjóðina að standa frammi fyrir þeirri staðreynd að hafa í síðustu kosningum kosið 46 manns á þing sem tilbúnir væru að fórna hagsmunum heildarinnar, þ. e. samfélagsins okkar, fyrir eitthvað sem enginn hefur í hendi.
Alla vega hefur ENGINN þeirra sem sviku ættjörðina, sýnt með skýrum hætti fram á hvaða hagsmuni þjóðin hafi af svikum þeirra.
Guðbjörn Jónsson skrifar um Orkupakka 3

Þessar blessuðu auðtrúa sálir hópuðust í ræðustól Alþingis og lýstu því yfir að samþykkt þeirra á orkupakka 3, hefði ENGIN NEIKVÆÐ ÁHRIF. Mér kemur það reynda ekkert á óvart að þingmenn hafi ekki grænan grun um hvað standi í raun í þeim texta sem þeir samþykkja sem þingsályktun. Ég hef svo margoft bent þingmönnum á slíka glópsku.
Og sumir sem áður sviku ættjörðina, viðurkenndu hreinlega að þeir hefðu ekki lesið frumvarpstextann, heldur bara hlustað á flokksfélaga sinn lýsa hans yfirferð yfir textann og látið það duga.
Í þessari þingsályktun sem samþykkt var, er ýmislegt athugavert. Vonandi vita allir sem sviku, að EES samningurinn var á sínum tíma tekinn í lagasafn landsins. Hann er því LÖG, og honum verður ekki breytt nema að afar takmörkuðu leyti með þingsályktun. Megnið af þeim breytingum sem ætlun stóð til að gera, voru þess eðlis að EES samningur sem LÖG, verður ekki BEYTT EÐA BÆTT NEMA MEÐ NÝJUM LAGAÁKVÆÐUM. Slíkt getur ekki orðið að veruleika samkvæmt texta þingsályktunar.
En það sem gert var á þingi, var misjafnlega alvarlegt. En eitt er alveg ljóst. ENGINN sem er vel læs og LES þann texta sem taka á afstöðu til, getur með hreinni samvisku sagt að ekkert sé varhugavert við þessi orkupakka mál. Ekki bara 3. orkupakkann.
Mánudaginn 2. sept. 2019, var á Alþingis smþykkt þingsályktun um málefni sem hefur afar fjölþætt innihald. Sumt getur hæglega fallið undir það að endanleg afgreisla verði með þingsályktun, en svo er alls ekki með öll þau atriði sem atkvæði voru greidd um. Þar var t. d. verið að staðfesta endanlega það sem kallað er:
„ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR nr. 93/2017  frá 5. maí 2017 um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.“
Eitt það fyrsta sem maður rekur augun í er að „SAMEIGINLEG EES-NEFND“, TEKUR ÁKVÖRÐUN? Ég spyr mig. Hvaðan er þessari nefnd komin heimild og vald til að TAKA BINDANDI ÁKVÖRÐUN, fyrir hönd Íslenska lýðveldisins? Slík heimild finnst hvergi í lögum og enginn hefur enn fengist til að rökstyðja þetta ÁKVÖRÐUNARVALD þessarar sameiginlegu nefndar. Í stjórnskipulagi Íslands hefur ENGINN heimild til að færa vald út fyrir skýran ramma stjórnarskrár.
Hæstiréttur hefur talað mjög skýrt í slíkum atriðum, svo óþarft ætti að vera að ögra réttlætinu með orðum sem hvergi geta átt sér tilvistarstað.
En það eru einnig atriði í þeirri samþykkt sem gerð var í dag, sem geta haft afar víðtæk áhrif á samskipti okkar við aðrar þjóðir á komandi árum, um allt önnum málefni en orkumál. Í einni þeirra breytinga sem í dag var staðfest, var breyting á IV. viðauka (Orku), við EES-samninginn. Ég sé ekki betur en gerð hafi verið ákveðin breyting á skilgreiningu Eftirlitsstofnunar EFTA. Í tilvitnaðri ákvörðun sameiginlegu EES nefndarinnar segir eftirfarandi um ákvarðanir sem sameiginlega EES nefndin hafi tekið:
„Í 3. mgr. 3. gr. og 6. mgr. 15. gr. ber hvað EFTA-ríkin varðar að skilja orðið „framkvæmdastjórnin“ og „framkvæmdastjórninni“ sem „Eftirlitsstofnun EFTA“.
Að því er varðar mál þar sem um er að ræða EFTA-ríki koma eftirfarandi ákvæði í stað ákvæða sem varða bindandi ákvarðanir stofnunarinnar, sem um getur í 5. mgr. 17. gr.:
„i) Í málum þar sem um er að ræða EFTA-ríki, eitt eða fleiri, skal Eftirlitsstofnun EFTA samþykkja ákvörðun sem beint er til eftirlitsyfirvalda í EFTA-ríkinu/ríkjunum sem um ræðir.
2. ii) Stofnunin skal eiga rétt á að taka þátt í starfi Eftirlitsstofnunar EFTA og undirbúnings- nefnda hennar þegar Eftirlitsstofnun EFTA sinnir störfum stofnunarinnar, að því er varðar EFTA-ríkin, eins og kveðið er á um í þessum samningi, þó án atkvæðisréttar.“
Ég fæ ekki betur séð en þarna sé laumað inn afar einkennilegri ákvörðun sem ekkert virðist rædd. Þarna er eins og framkvæmdastjórn ESB sé í raun að yfirtaka Eftirlitsstofnun EFTA, eins og eftirfarandi texti ber með sér:
„ber hvað EFTA-ríkin varðar að skilja orðið „framkvæmdastjórn-in“ og „framkvæmdastjórninni“ sem „Eftirlitsstofnun EFTA“.
Og áfram segir í lið 2.ii), hér að ofan að:
„Stofnunin (það er framkvæmdastjórn ESB) skal eiga rétt á að taka þátt í starfi Eftirlitsstofnunar EFTA og undirbúnings- nefnda hennar þegar Eftirlitsstofnun EFTA sinnir störfum stofnunarinnar“
Ég fæ ekki betur séð en hér hafi algjörlega óskyldu máli verið laumað inn í ákvörðun sameiginlegu EES nefndarinnar um orkumál. Mér sýnist þarna vera uppi atriði sem ætti að vera hægt að nota til að ógilda þingsályktartillöguna um orkupakka 3, vegna þessa tvísýnu tilraunar til að splundra hlutleysi Eftirlitsstofnunar EFTA fyrir EFTA ríkjunum.  Fleira verður skoðað síðar.
https://gamli.frettatiminn.is/2019/09/09/aridandi-skilabod/

Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Hval­fjarð­ar­göng lokuð vegna hjól­reiða­manns – Búið er að loka göngunum aftur

    Hvalfjarðargöng eru lokuð

    38 deilingar
    Share 15 Tweet 10
  • Sýklalyfjaónæmar bakteríur (MÓSA) greinast í fyrsta sinn á Íslandi  

    10 deilingar
    Share 4 Tweet 3
  • Áskrifandi að kvóta og leigir fyrir milljónir af sundlaugabar í sólarlöndum

    38 deilingar
    Share 15 Tweet 10
  • Salmonella staðfest

    41 deilingar
    Share 16 Tweet 10
  • ,,Við vitum nákvæmlega hvað mun gerast hér á landi“

    2 deilingar
    Share 1 Tweet 1
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?