Fulltrúar Landhelgisgæslunnar tóku í vikunni á móti tveimur vélmennum til sprengjueyðingar frá danska hernum. Vélmennin eru þýsk og hafa undanfarinn áratug verið í eigu danska landhersins. Danir endurnýjuðu fyrir skemmstu sín vélmenni og ákváðu að því tilefni að gefa Landhelgisgæslunni tvö eldri vélmenni. Afar gott samstarf hefur verið milli danska landhersins og séraðgerða- og sprengjueyðingarsveitar Landhelgisgæslunnar undanfarna áratugi.
Auk þessara rausnarlegu gjafa koma Danir til með að sjá um að þjálfa íslensku sprengjusérfræðinganna við notkun vélmennanna. Þá hafa sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar hlotið grunnþjálfun og ýmsa framhaldsþjálfun hjá danska landhernum sem hefur verið Landhelgisgæslunni að kostnaðarlausu. Helstu kostir þessara vélmenna, umfram þau vélmenni sem Landhelgisgæslan á fyrir, er að þau eru sérstaklega hönnuð til að aftengja sprengjur í þröngu rými.
Landhelgisgæslan hefur áður fengið búnað frá Dönum sem hafur reynst vel við þjálfun og sprengjueyðingu hér á landi. Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs og Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerðarsviðs, veittu gjöfunum viðtöku fyrir hönd Landhelgisgæslunnar.
Vélmennin eru framleidd í þýskalandi og eru tíu ára.
Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.
Danir annast þjálfun íslensku sprengjusérfræðinganna.
Vélmennin eru hönnuð til að aftengja sprengjur í þröngu rými.
Samstarf Dana og Íslendinga hefur verið afar farsælt undanfarna áratugi.
Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerðasviðs.
Vélmennin tvö.
https://gamli.frettatiminn.is/2019/09/21/140-lidsmenn-flughersins-og-sex-f-35-orrustuthotur-a-islandi/