Jónas Jóhannsson skipaður héraðsdómari
Dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hefur skipað Jónas Jóhannsson í embætti héraðsdómara frá og með 13. nóvember n.k. en dómnefnd um hæfni dómaraefna mat Jónas hæfastan til að hljóta embættið.
Jónas mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna verkefnum fyrir alla dómstóla.
Umræða