,,Í dag erum við ekki þjónar, heldur þrælar ákveðins kerfis sem sýgur öll verðmæti út úr samfélaginu og skapar ekkert á móti“
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR ,benti á þá hugmynd að stofna sérstakan Samfélagsbanka eða íbúðarlánabanka sem að tryggði almenningi eðlilega markaðsvexti hverju sinni á Íslandi.
Hann benti á að lífeyrissjóðirnir og verkalýðshreyfingin gætu tekið annan hvorn ríkisbankann og breytt honum í Samfélagsbanka eða þá stofnað sérsakan Samfélagsbanka. ,,Banka sem væri að þjóna okkur en ekki öfugt, eins og staðan er í dag erum við ekki þjónar heldur þrælar ákveðins kerfis sem sýgur öll verðmæti út úr samfélaginu og skapar ekkert á móti.“ Sagði Ragnar Þór Ingólfsson í Silfrinu.
Ragnar Þór vill helst sjá að húsnæðislánin yrðu til 25 ára frekar en 40 ára og að fólk eignaðist eitthvað raunverulega í sínu húsnæði á starfsævi sinni. Lífeyrissjóðirnir yrðu eigendur að þeim banka og mundu fjármagna hann sameiginlega en væru ekki að lána hver og einn til íbúðarkaupa. Þannig væri fyrirkomulagið t.d. í Danmörku og það þyrfti að stokka alveg upp lánakerfið hér á Íslandi til þess að tryggja fólki eðlilega vexti eins og í öllum öðrum löndum.
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar benti á að 86% þjóðarinnar vilji að þjóðin eigi Íslandsbanka og Landsbankann. ,,Virðisaukaskattur er ekki lagður á viðskipti á sama tíma og hann sé t.d. lagður á lyf og allt annað.“ Sagði Oddný m.a.
Bankarnir skila ekki vaxtalækkun til neytenda og lífeyrissjóðir með bestu vaxtakjörin
Þá var bent á það að vaxtalækkanir Seðlabankans skili sér ekki í lægri vöxtum til neytenda, þær fari bara í það að styrkja bankana en ekki almenning eða fyrirtækin í landinu. Það sé það sérstaklega ámælisvert t.d. gagnvart þeim sem hafa tekið lán með breytilegum vöxtum. Þegar að Seðalabankinn hafi lækkað vexti til bankanna nokkrum sinnum, þá lækki bankarnir ekki breytilega vexti skv. þeim lánasamningum sem þeir hafa gert um slík lán við sína viðskiptavini.
Sigmar Guðmundsson var umsjónarmaður Silfursins og gestir hans voru: Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins.
https://gamli.frettatiminn.is/2019/10/06/lifeyrissjodur-verzlunarmanna-laekkar-vexti-a-husnaedislanum/