Það var tiltölulega rólegt á næturvaktinni hjá lögreglunni síðustu nótt og ekkert um tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir, sem þeir áttu von á enda sá árstími sem hvítskeggjaðir karlar í rauðum búningum koma til byggða.
,,Fengum þó eina tilkynningu um grunsamlegar mannaferðir í umdæminu, en gátum strax útilokað að þar væri jólasveinn á ferðinni enda kom bifreið við sögu, sem reyndist tilheyra blaðbera sem var að störfum í nótt. Höfum annars ekkert frétt af Stekkjarstaur, sem átti víst að koma til byggða í nótt, en vonum bara að allir þægir krakkar hafi fengið eitthvað í skóinn þennan morguninn.“ Segir lögreglan
Umræða