Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara við Hæstarétt Íslands sem auglýst var laust til umsóknar 6. september síðastliðinn. Umsóknarfrestur var til 23. september og bárust alls átta umsóknir. Niðurstaða dómnefndar er að Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Landsrétt, Ingveldur Einarsdóttir, dómari við Landsrétt og Sigurður Tómas Magnússon, dómari við Landsrétt, séu hæfust umsækjenda til hljóta skipun í embætti dómara við Hæstarétt Íslands.
Dómnefndina skipuðu: Áslaug Árnadóttir, formaður, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Halldór Halldórsson, Ragnhildur Helgadóttir og Reimar Pétursson.
Hér er að finna umsögn dómnefndar.
Umræða