Austan stormur eða rok með vindhraða á bilinu 18-28 m/s
Veðurhorfur á landinu
Vaxandi austanátt og þykknar upp S-lands í kvöld og nótt, 18-28 m/s á morgun, hvassast undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Snjókoma eða slydda með köflum S- og A-lands, en úrkomuminna í öðrum landshlutum. Dregur talsvert úr vindi og rofar til S-lands seint um kvöldið. Frost 2 til 15 stig í nótt, en hlýnar síðan heldur og hlánar syðst að deginum.
Spá gerð: 06.03.2020 18:28. Gildir til: 08.03.2020 00:00.
Gul viðvörun: Suðurland, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland og Miðhálendi
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Norðan 15-23 m/s og snjókoma eða él á N-verðu landinu, hvassast við A-ströndina, en hægara og léttskýjað syðra. Frost víða 1 til 6 stig, en hiti 0 til 5 stig S-lands að deginum.
Á mánudag:
Norðlæg átt, 10-18 m/s og él á N-verðu landinu og allra syðst, en annars bjartviðri. Kólnandi veður.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Norðanátt og él víða um land, en úrkomulaust sunnan heiða. Talsvert frost á öllu landinu.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir áframhaldandi norðlæga átt með éljum N til, en bjartviðri syðra og hörkufrost.
Spá gerð: 06.03.2020 08:06. Gildir til: 13.03.2020 12:00.