Á síðasta sólarhring hafa tveir sjúklingar látist á Landspítalanum vegna Covid-19. Þetta kemur fram á vef Landspítalans og er fjölskyldum þeirra vottuð samúð.
Hin látnu karlmaður og kona voru bæði á áttræðisaldri eftir því sem fréttastofa Rúv segir. Áður hefur verið tilkynnt að liðlega sjötug kona lést úr COVID-19 á Landspítalanum í mars og ástralskur ferðamaður lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Hann var einnig með staðfest smit. Alls hafa því fjögur látist af völdum COVID-19 á Íslandi eftir að kórónuveiran barst hingað til lands.
Umræða