„Ég skil ekki hvernig ég á að geta lækkað í launum, þegar við erum bara að fá launatrygginguna okkar án dagpeninga þá er þetta ekki neitt neitt. Er ekki viss um að fólk átti sig hversu lág grunnlaunin okkar eru.“ Segir flugfreyja sem starfar hjá Icelandair í Facebook- hópi flugfreyja.
Á launaseðlinum kemur fram að flugfreyjan er með 289.125 krónur í mánaðarlaun auk þess sem hún fær greitt handbókargjald og bílagreiðslur sem nemur 104.153 kr. Laun fyrir skatt eru 393.278 krónur og 98.570 krónur eru dregnar af henni og eru útborguð laun samtals 294.708 krónur fyrir fulla vinnu sem flugfreyja hjá Icelandair. Tilboð Icelandair hljóðar upp á 40% launaskerðingu fyrir flugfreyjur.
Umræða