Fjármála- og efnahagsráðuneytið auglýsti á dögunum laust til umsóknar stöðu forstjóra Ríkiskaupa. Umsóknarfrestur rann út 11. maí og sóttu 32 um. Fjármálaráðherra ræður í stöðuna.
Forstjórinn þarf að hafa framtíðarsýn fyrir rekstur og þjónustu ríkisins og frumkvæði og metnað til að hrinda verkefnum í framkvæmd. Viðkomandi mun taka virkan þátt í umbreytingarferli og innleiðingu aðgerða þvert á stofnanir ríkisins ásamt því að stýra stofnuninni og bera ábyrgð á rekstri hennar, þjónustu og árangri.
Fjármála- og efnahagsráðherra skipar forstjóra Ríkiskaupa til fimm ára.
Eftirfarandi sóttu um stöðuna:
| Nafn | Starfsheiti |
| Ari Matthíasson | Fyrrv. Þjóðleikhússtjóri |
| Björgvin Guðni Sigurðsson | Framkvæmdastjóri |
| Björgvin Víkingsson | Head of supply chain management |
| Björn Hafsteinn Halldórsson | Framkvæmdastjóri |
| Björn Óli Ö Hauksson | Verkfræðingur |
| Dagmar Sigurðardóttir | Sviðsstjóri |
| Einar Birkir Einarsson | Sérfræðingur |
| Elvar Steinn Þorkelsson | Framkvæmdastjóri |
| Erling Tómasson | Fjármálastjóri |
| Eyjólfur Vilberg Gunnarsson | Forstöðumaður |
| Guðmundur I Bergþórsson | Sérfræðingur |
| Guðrún Pálsdóttir | Fjármálastjóri |
| Helgi Steinar Gunnlaugsson | M Sc. í alþjóðasamskiptum |
| Hildur Georgsdóttir | Lögmaður |
| Hildur Ragnars | Framkvæmdastjóri |
| Hlynur Atli Sigurðsson | Framkvæmdastjóri |
| Höskuldur Þór Þórhallsson | Lögmaður |
| Ingólfur Þórisson | Framkvæmdastjóri |
| Jóhann Jóhannsson | Forstöðumaður |
| Jón Axel Pétursson | Framkvæmdastjóri |
| Jón Garðar Jörundsson | Framkvæmdastjóri |
| Ragnar Davíðsson | Sviðstjóri |
| Reynir Jónsson | Sérfræðingur |
| Sigurður Erlingsson | framkvæmdastjóri |
| Sólmundur Már Jónsson | Aðstoðarforstjóri |
| Styrkár Jafet Hendriksson | Sérfræðingur |
| Sæbjörg María Erlingsdóttir | Framkvæmdarstjóri |
| Sæunn Björk Þorkelsdóttir | Forstöðumaður |
| Tryggvi Harðarson | Verkfræðingur |
| Valdimar Björnsson | Fjármálastjóri |
| Þórður Bjarnason | Viðskiptafræðingur |
| Þórhallur Hákonarson | Fjármálastjóri |
