Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi gerði athugasemd við að forsetaframboð Guðna hefði lýst því yfir að ekki yrði eytt krónu í kosningabaráttu forsetans. Þvert á það sem Guðni sagði í þættinum í gær um baráttuna á Bessastöðum, þar sem hann lýsti því yfir að kostnaður yrði um ein til tvær milljónir króna.
„Af hverju segirðu alltaf ósatt, Guðni? Af hverju lýgurðu að þjóðinni?“ Sagði Guðmundur Franklín í beinu framhaldi af yfirlýsingu forsetans og benti á að áður hefði verið gefin út yfirlýsing um að ekki ætti að eyða krónu í kosningarbaráttu forsetans. Þá vekur furðu hans að forsetinn og kona hans leika í auglýsingu upp á um 50 milljónir króna, sem skattgreiðendur greiða fyrir, korter í kosningar.
Sagði Guðmunudur Franklín að þetta væri ódrengileg kosningabarátta af hálfu forsetans. Sjálfur leggur hann um fimm milljónir af eigin peniningum í sína baráttu og þiggur þar með talið stuðning frá stuðningsmönnum. Þeir feðgar ferðist um landið og fái að gista hjá vinum og kunningjum á ferðalögum sínum.
Sjónvarpsauglýsing upp á 50 milljónir kostuð af ríkinu, birtist ítrekað, mánuði fyrir forsetakosningar
Kallaði þjóðina, fávísan lýð, þarsgjarna og rasista
Ert þú stoltur af því að vera íslendingur? Spurði Guðmundur Franklín sitjandi forseta.
Nú kallar þú m.a. þjóðina þín, fávísan lýð, og þrasgjarna og rasista fyrir það að berjast í þorskastríðunum.
Eins veltirðu því fyrir þér hvort hún eigi að vera sjálfstæð í útvarpsviðtali í Speglinum í kringum Icesave.
Guðni svaraði því þannig til að hann væri stoltur að vera íslendingur og ummælinn hefðu verið myndlíking.
Forseti sem skrifar athugasemdalaust undir fjárlög sem heimila sölu Landsvirkjunnar, Íslandsbanka og Landsbanka
Guðmundur Franklín gagnrýndi að forsetinn hefði athugasemdalaust skrifað undir fjárlög sem heimila sölu Landsvirkjunnar Íslandsbanka og Landsbankans. Það séu bara tvær línur í fjárlögum sem segja að þetta sé heimilt og ekkert farið nánar út í það. Spurði hann Guðna Th. hvort hann ætlaði sér að stöðva þessar eignasölur þar sem um sameign þjóðarinnar væri að ræða. Guðni Th. sagðist ekkert ætla að skipta sér af því. Þá sagði Guðmundur að hann mundi heldur aldrei skrifa undir lög um skerðingar hjá öryrkjum og eldri borgurum.
Þá þótti þáttastjórnandinn Heimir Már vera á bandi sitjandi forseta ef marka má Stjórnmálaspjallið á facebook þar sem þátturinn var mikið ræddur en þar segir m.a.:
,,Þeir sem vilja breytingar á Íslandi kjósa Guðmundur Franklín Jónsson – það er kristaltært að Heimir Már Pétursson vill engar breytingar“
,,Ég trúi ekki þessari könnun sem Heimir Már pantaði og furðulegt að ekkert hafi verið nefnt hversu margir kusu? Fór kosningin fram í fermingarveislu með 600 þátttakendum eins og í síðustu könnun? Eina könnunin sem ég tek mark á er rúmlega 27000 manna könnun DV.“
,,Heimir búinn að sanna það í annað sinn að hann er alveg vanhæfur til að stjórna þáttum sem varða forsetakosningarnar. Alveg sama hve hann reyndi að gera lítið úr Guðmundi Franklín og hjálpa Guðna sem stóð á gati allan þáttinn, þá vann Guðmundur Franklín þessar kappræður með miklum yfirburð“
,,Ég tapaði allri virðingu fyrir Heimi þegar hann reyndi að troða Trump inn í þessar kappræður.“
,,Hvað hefur Guðna gert sem er gott? Var hann er að byrja með að gefa barnaníðingum eru og úppresn, sem ÓRG neitaði að skrifa undir. Og með það hefur hann sannað að hans vinnu ekki er ilagi, svo að ferðast um elliheimilum og lesa getur ekki teljast góð árangur. Svo skapaði hann sér vinnu fyrir Elizu. Dorrit fick ekki krónu fyrir samma vinnu. Svo þá hlítir hin hafa rétt að fá bórgað fyrir að auglýsa Íslandi med glæsibragð. Það er 8 ár hon vann kauplaust fyrir íslenska þjóðin. Er það ekki rétt hjá mig. Og hon getur bóðið sig fram og vinna næstu fótsæta kósningum hon er jú íslensk rikisborgari. Og þá fær að sjálfsögðu ÓRG Eliza’s vinnu med sömu kaup og kjör.“
Íslandsstofa greiddi 48,5 milljónir fyrir auglýsingu sem forsetinn leikur í
https://gamli.frettatiminn.is/islandsstofa-greiddi-485-milljonir-fyrir-auglysingu-sem-forsetinn-leikur-i/?fbclid=IwAR2j48AteKu186nac6uc_GzaIFxVkst-5CN7DzH_SMC8FOeeW1qT0TcL9gE