Einar bar fréttir Fréttatímans um Dudo ehf. og 50 milljóna króna auglýsingu fyrir kosningar, undir forseta Íslands
Ég var orðlaus í góða stund eftir að hafa hlustað á þáttinn með Guðna Th. Jóhannessyni og Einari Þorsteinssyni í gærkvöld. Ég varð bara hreinlega að hlusta á viðtalið aftur til að fá það staðfest sem ég heyrði forsetann svara í viðtalinu. Fréttatíminn birti á dögunum bókhald Dudo ehf, einkahlutafélag Elizu Reid og einnig var fjallað um auglýsingu upp á 50 milljónir í Fréttatímanum sem Einar Þorsteinsson spurði einnig um en þögn anara fjölmiðla hefur verið ærandi um þessi atriði og alveg frábært að Einar skyldi spyrja um þessi atriði sem svo vandlega hefur verið reynt að fela fyrir þjóðinni með þöggun.
Kostaði sjónvarpsauglýsingin 100 milljónir eða meira?
Einar Þorsteinsson spurði forsetann um 50 milljóna auglýsingu sem þau hjónin leika í nú rétt fyrir kosningar og hvort honum finndist ekkert siðferðilega rangt við það. Guðni fór þá í málþóf og bar við Covid og erfiðu ástandi og vegna þess ástands, sá hann ekkert athugavert að leika í auglýsingu upp á 50 milljónir og svo kostar örugglega aðrar 50 milljónir að birta sjónvarpsauglýsinguna á öllum sjónvarpsrásum á Ísland. 100 milljónir í auglýsingu í meðgjöf, vikum fyrir kosningar og í kosningabaráttunni, á meðan mótframbjóðandinn notar aura úr sinni heimilisbuddu til að kynna sig. Finnst mér vera siðlaust og jaðra við siðblindu að sjá ekkert athugavert við það að haga kosningabaráttu sinni svo ódrengilega og skýla sér á bak við farsótt. Enda spurði Þosteinn hvort ekki hefði verið bara nóg að gefa út yfirlýsingu eða flytja ávarp? Eins og með margt annað er haldið leyndu fyrir fólkinu í landinu sem greiðir fyrir þessa auglýsingaherferð, kostnaði vegna hennar. En opinberlega hefur verið gefið út að framleiðsla á auglýsingunni hafi kostað um 50 milljónir en þá er auðvitað bara hálf sagan sögð vegna þess að birtingarkostnaðurinn getur verið aðrar 50 eða jafnvel 100 milljónir? Lágmarks krafa er að leggja fram upplýsingar um slíkt þar sem þetta er opinbert fé sem verið er að nota í sjónvarpsauglýsinguna umdeildu.
Dudo ehf. og yfir 100 milljóna styrkir og smá tekjur
Rétt áður en tíminn var búinn í þættinum, var forsetinn spurður um atvinnustarfsemi Elizu Reid eiginkonu hans og um félagið Dudo ehf. sem hét áður Eliz Reid ehf. Þá sagði forsetinn að ,,félagið hefði verið stofnað árið 2008.“
Fólk er að rugla saman þessari atvinnustarfsemi á Bessastöðum og svo vinnu Elizu hjá Íslandsstofu. Hún var aðeins ráðinn í október 2019 til Íslandsstofu með um sjö milljónir á ári. En Dudo ehf. er einkahlutafélag í 100% eigu Elízu og er hún stjórnarformaður og Guðni Th. varamaður í stjórn félagsins samkvæmt gögnum RSK. Dudo ehf. kt. 650908-1390, er skráð til heimilis að Tjarnarstíg 11, og er atvinnugrein þess samkvæmt ársreikningum skráð sem listsköpun.
Frúin hefur fengið f.h. Dudo ehf. 106 milljónir rúmar í styrki án þess að það sé sundurliðað frá hverjum þessir styrkir eru né nákvæmlega hvert þeim var ráðstafað. Líklegt er að um opinbert fé sé að ræða en það liggja samt engar upplýsingar fyrir um hvaðan þessar rúmu hundrað milljónir koma. Mig minnir að tekjur hafi verið eitthvað um þrjár milljónir og því er ljóst að þetta félag er rekið á styrkjum, en frá hverjum? Það er mjög óheppilegt að allt gegnsæji vanti þegar um opinbera persónu er um að ræða og jafnvel að mestu opinbert fé sem verið er að þiggja í styrki. Það er í raun óskiljanlegt hví þessi feluleikur er í gangi og nánast ekkert uppi á borði hvað varðar þetta einkahlufélag frúar forsetans sem var hvorki fugl né fiskur fyrr en Guðni varð forseti, þá fyrst kom eitthvað í kassann hjá Dudo ehf. áður var þessi rekstur hörmung og tap.
Veitti barnaníðingum uppreista æru
Forsetinn var tvísaga þegar hann sagðist ekki ætla skýla sér á bak við ábyrgðaleysi sitt sem forseti, þegar hann leiðrétti misgjörðir sínar eftirá, í að veita barnaníðingum uppreista æru. Guðni Th. hefur sagt það oft og iðulega að hann hafi skrifað undir uppreista æru barnaníðinga og skjölin eru til staðar með hans undirritun, þar sem hann áréttaði að hann væri sammála um að veita mönnunum æruna. En svo þegar þjóðfélagið hafi farið á hliðina og mótmæli urðu vegna undirritunar sinnar á staðfestingu á uppreistri æru níðinganna, þá hafi hann gengist við ábyrgðinni. Eða eins og hann orðaði það ,,Ég tók þá ákvörðun að skýla mér ekki á bakvið ábyrgðaleysi forseta og ábyrgð ráðherra.“
Ríkisstjórn Íslands sprakk út af þessum barnaníðingsmálum eins og alþjóð veit en í þessum feluleik með aðkomu forsetans var Bjarni Benediktsson og faðir hans meðal aðalleikarar en hann greindi ekki frá því að faðir hans væri meðmælandi í málinu og t.d. var fyrirspurnum Stundarinnar um málið ekki svarað af dómsmálaráðuneytinu, jafnvel þótt úrskurðarnefnd upplýsingamála hefði þá þegar komist að þeirri niðurstöðu að það gengi gegn upplýsingalögum að leyna upplýsingunum. Hins vegar kom fram í máli Bjarna á blaðamannafundi í Valhöll um slit ríkisstjórnarsamstarfsins að hann hefði fengið upplýsingar um að fjölmiðlar væru að spyrja út í málið. Þá hafi hann ákveðið að upplýsa Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar, um tengsl sín við málið. Bjarni vissi mörgum mánuðum áður að faðir hans, Benedikts Sveinsson, væri einn af meðmælendum fyrir uppreistri æru barnaníðings og forseti Íslands upplýsti um sína aðkomu þegar óvært var í þjóðfélaginu vegna þessa máls hjá þeim sem að málinu komu og með þeim eftiráskýringum sem fram hafa komið. En það gerðist ekki fyrr en eitt barnið sem var þolandi steig fram í fjölmiðlum og lýsti því yfir að forseti Íslands hefði brugðist þolendum í málunum.
Forsetinn tvísaga um ábyrgðarleysi sitt
Við hinni spurningu Einars Þorsteinssonar sem stóð sig með prýði svo eftir var tekið um allt land, um Landsréttarmálið. En það blasir við réttarfarslegt hrun á Íslandi vegna málsins og kostnaður upp á tugi eða hundruði milljarða en Evrópudómstóllinn hefur málið nú á sinni könnu. Þá benti þáttarstjórnandinn á að Guðni hefði verið margsinnis varaður við því að skrifa undir lög um Landsréttardómara og að þeir yrðu allir skipaðir í einu á Alþingi. Þá svaraði Guðni, að ráðherra bæri ábyrgð á öllu því klúðri og hefði sagt af sér í kjölfarið, vegna laga sem hann skrifaði undir sjálfur sem forseti Íslands og staðfesti þá þau ólög án þess að hika. Þá hentaði allt í einu að skýla sér á bak við ráðherra og ekki þykir mér það stórmannlegt eða íþróttamannslegt svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Segist hafa haft áhrif á lagasetningu Alþingis
Guðni hefur margsinnis sagt að forseti geti ekki haft áhrif á Alþingi og ekki haft áhrif á lagasetningu Alþingis, Þegar Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi hefur haldið því fram að hann ætli að hafa áhrif á lagasetningar á Alþingi. Þessu hefur Guðni Th. haldið ítrekað fram og m.a. í kappræðum á Stöð2 og í Kastljósi. Þar las hann upp úr stjórnarskránni og vitnaði í lög. Það hlýtur því að líta mjög illa út fyrir sama Guðna Th. þegar hann segist hafa látið breyta lögum og eða reglum á Alþingi vegna uppreistrar æru og vinnureglum um formlega staðfestingu á slíkum verknaði.
Guðni hefur sagt að hann skýli sér ekki bakvið það að vera ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum (11.gr. Þýðir í raun að ekki er hægt að sækja hann til saka) En svo skýlir hann sér á bakvið 11.gr samt sem áður ..
https://www.facebook.com/507657523100560/posts/790933941439582/
Stuðningsmenn Guðna eru duglegir að segja að forseti geti ekki beitt 25.gr né geti forseti atvikast í lög og eða lagabreytingar. En Guðni hinsvegar tekur heiður af því að hafa gert slíkt (hið rétta er að Sígríður Á á heiðurinn af breytingu lagana um uppreist æru)
Nú ef Guðni stendur fast á sínu og vill meina það að hann eigi heiðurinn á lagabreytingu uppreist æru lagana að þá að sjálfsögðu er 25.gr þá orðinn virk og þá að sjálfsögðu getur næsti forseti gert slíkt hið sama og afnumið skerðingar öryrkja og eldri borgara…lækkað laun sín ofl. Fordæmið er komið samkvæmt Guðna.
Helsta sönnunargagn í Landsréttarmálinu fyrir Evrópudómstólnum er:
YFIRLÝSING FORSETA ÍSLANDS
Fyrr í dag undirritaði ég skipunarbréf 15 dómara við Landsrétt, tveimur sólarhringum eftir að mér bárust þau í hendur. Undirritun forseta, sem staðfesting á stjórnarathöfnum löggjafarvalds og framkvæmdarvalds, er að öllu jöfnu formlegs eðlis og sjálfsögð, enda er það skýrt tekið fram í stjórnarskrá Íslands að forseti er ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og lætur ráðherra framkvæma vald sitt. Sú staða getur þó vissulega komið upp að forseti þurfi að íhuga hvort hann vilji staðfesta stjórnarathafnir.“
Orkupakkamálin og undirrituð lög og þingsályktanir
Þá fór hann eina ferðina enn rangt með um mörg atriði sem varða Orkupakkann og gerði lítið að sinni aðkomu að því máli en við sem þekkju málið vel, vitum að fingraförin hans eru út um allt í því ógeðslega máli þar sem hann hefur 80% þjóðarinnar á móti sér samkvæmt könnunum. Það er ekki góð tilfinning þegar æðsti maður þjóðarinnar greinir ekki rétt frá og það ítrekað og í fleiri málum. Ég og fleiri lítum svo á að hann hafi þar sýnt af sér hvar hann stendur í pólitík, vegna þess hverning hann samþykkti allt fyrir ESB þrátt fyrir að við blasi himinháar hækkanir á raforku hjá þjóðinni í kjölfarið. Það eru þau Elítu-öfl sem styðja hann í embætti og halda utan um hans mál.
Forseti sem skrifar athugasemdalaust undir fjárlög sem heimila sölu Landsvirkjunnar, Íslandsbanka og Landsbanka – og skrifar undir lög um skerðingar hjá öryrkjum og eldri borgurum
Guðmundur Franklín gagnrýndi að forsetinn hefði athugasemdalaust skrifað undir fjárlög sem heimila sölu Landsvirkjunnar Íslandsbanka og Landsbankans. Það séu bara tvær línur í fjárlögum sem segja að þetta sé heimilt og ekkert farið nánar út í það. Spurði hann Guðna Th. í kappræðum á dögunum um hvort hann ætlaði sér að stöðva þessar eignasölur þar sem um sameign þjóðarinnar væri að ræða. Guðni Th. sagðist ekkert ætla að skipta sér af því. Þá sagði Guðmundur að hann mundi heldur aldrei skrifa undir lög um skerðingar hjá öryrkjum og eldri borgurum.
ESB – Vildi borga 154 milljarða Icesave reikning
Jóhanna Sigurðardóttir og Guðni Th. Jóhannesson voru og eru samherjar frá því þegar ESB umsóknin var send til Brussel án aðkomu þjóðarinnar og þegar Guðni Th. vildi borga Icesave sem hefði kostað almenning 154 milljarða króna. Það hlýtur að vera algert lágmark að æðsti þjóðhöfðingi landsins komi hreint fram gagnvart þjóð sinni og viðurkenni hver hann er og hvað hann stendur fyrir.
En Guðni Th. vill sjaldan gangast við fortíð sinni og neitar jafnvel að hafa viðhaft ummæli sem eru til á netinu í hljóð og mynd. Þá er ég m.a. að vísa til viðtals við Guðna Th. og Davíðs Oddssonar í viðtalsþættinum Eyjan sem var í umsjón Björns Inga Hrafnssonar. þar sem Guðni neitaði að hafa kallað íslensku þjóðina fávísan lýð og sagði það ósatt og hreinan uppspuna og lýgi og sagðist ekki getað tekið svona aðdróttunum.
Davíð var föðurlegur í þættinum og benti Guðna góðlega á að hann gæti ekki platað fólkið í landinu, því kosturinn væri sá að þetta væri til á netinu og hvatti hann fólk til að horfa á myndbandið sem er hér fyrir neðan en ég læt þessa yfirferð mína duga að sinni. Kveðja, Jón Gunnarsson fv. frkv. stj.: