Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Brynjari Leó Hjartarsyni , 16 ára, til heimilis í Reykjavík. Hann er 175 sm á hæð, grannvaxinn og með skollitað, stutt hár.
Brynjar var klæddur í dökka peysu, en að öðru leyti er ekki vitað um klæðaburð hans. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Brynjars, eða vita hvar hann er niðurkomin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.
Umræða