Óskað eftir aðstoð lögreglu á níunda tímanum í gærkvöld, vegna þriggja 7 ára drengja sem höfðu farið í Öskjuhlíð að leika sér með talstöðvar en ekki skilað sér aftur.
Drengirnir sáust síðast rúmum 4 klst. áður og voru foreldrar, ættingjar og vinir farnir að leita. Einnig var búið að auglýsa eftir þeim á Facebook. Drengirnir fundust svo hálftíma síðar við Klambratún og amaði ekkert að þeim. Þrettán lögreglumenn á sjö lögreglutækjum tóku þátt í leitinni auk fjölmargra vina og ættingja drengjanna.
Til stóð að óska eftir aðstoð björgunarsveita þegar drengirnir fundust.
Umræða