• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Sunnudagur, 31. ágúst 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Kaup á bóluefni vegna COVID-19 rædd í ríkisstjórn

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
28. ágúst 2020
in Fréttir, Innlent
A A
0

Ákveðið hefur verið að kaup bóluefna gegn COVID-19 hér á landi fari fram á grundvelli samninga Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur þegar gert samning við sænsk-breska fyrirtækið AstraZeneca um kaup á bóluefni og samningaviðræður ESB við fleiri framleiðendur bóluefna standa yfir. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti málið á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Ísland mun njóta góðs af Evrópusamstarfinu fyrir milligöngu Svíþjóðar sem hefur heimild til að framselja ríkjum EES, þar á meðal Íslandi og Noregi, bóluefni á grundvelli samninga ESB og hefur lýst sig reiðubúið til þess. Norsk stjórnvöld hafa einnig ákveðið að fara þessa leið til að tryggja aðgengi að bóluefni fyrir sína landsmenn. Nú liggur fyrir að Ísland og önnur EES-ríki munu fá hlutfallslega sama magn bóluefna og ríki Evrópusambandsins.
Gert er ráð fyrir að hér á landi þurfi um 550 þúsund skammta af bóluefni. Er þá miðað við að bólusetja um 75% þjóðarinnar til að ná fullnægjandi hjarðónæmi og að hver einstaklingur verði bólusettur tvisvar.
Samningur framkvæmdastjórnar ESB við AstraZeneca tók formlega gildi í gær. Eins og fram kemur í fréttatilkynningu framkvæmdastjórnarinnar heimilar hann kaup aðildarríkja Evrópusambandsins á bóluefni fyrirtækisins, framsal bóluefna til annarra Evrópuþjóða og liðsinni við fátækari þjóðir. Bóluefni AstraZeneca er ekki komið með markaðsleyfi í Evrópu en er á lokastigum prófana og eru vonir bundnar við að unnt verði að taka það í notkun í lok þessa árs eða byrjun þess næsta. Eins og áður segir á framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í viðræðum um samninga við fleiri framleiðendur bóluefna en tíminn mun leiða í ljós hvaða bóluefni verða fyrst tilbúin til notkunar.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir afar mikilvægt fyrir Ísland að búið sé að tryggja samkomulag um kaup á bóluefni fyrir landsmenn á grundvelli Evrópusamstarfsins. Það sé einnig grundvallaratriði að samstaða ríki meðal þjóða um að tryggja aðgengi að bóluefni fyrir alla jarðarbúa og mikilvægt að allir sem geta leggi sitt af mörkum til þess. Ísland hefur þegar lagt hálfan milljarð króna til þróunaraðstoðar í þessu skyni. Forsætisráðherra hefur í þessu samhengi þegar tilkynnt um að Ísland muni leggja fram hálfan milljarð króna til þróunar og dreifingar bóluefna til þróunarríkja í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO), GAVI og CEPI.

Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • ,,Einn mesti glæpamaður sögunnar hverfur brátt af sviðinu“

    ,,Einn mesti glæpamaður sögunnar hverfur brátt af sviðinu“

    18 deilingar
    Share 7 Tweet 5
  • Vindorkan hefur eyðilagt landið

    8 deilingar
    Share 3 Tweet 2
  • Áskrifandi að kvóta og leigir fyrir milljónir af sundlaugabar í sólarlöndum

    53 deilingar
    Share 21 Tweet 13
  • ,,Ætla nú að reyna að stela 180 milljóna fasteign – Féflettu þrjá tengdasyni“

    1401 deilingar
    Share 560 Tweet 350
  • Leigja frá sér á 500.000 kr. en greiða sjálfir 26.000 kr.

    165 deilingar
    Share 66 Tweet 41
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?