Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur framkvæmt húsleitir á tveimur stöðum í Mosfellsbæ í dag að undangengnum dómsúrskurðum.
Einn hefur verið handtekinn í þessum aðgerðum og lagt var hald á muni, sem grunur leikur á að séu þýfi, á öðrum staðnum.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Umræða