249.101 krónur á mánuði
Leikskólastarfsmaður í Reykjavík birti launaseðilinn sinn opinberlega fyrir febrúar 2020. Fram kemur að starfsmaðurinn fær hærri laun úr verkfallssjóði en frá Reykjavíkurborg.
„Þessi laun eru bara hlægilega lág“ segir í athugasemd við launaseðilinn. Fram kemur á launaseðlinum að útborguð laun séu aðeins 249.101 krónur, fyrir mánaðar vinnu á leikskóla. Undanfarið hafa komið fram fréttir sem segja frá kjörum þessa lægst launaða hóps á Íslandi, þar sem fram hefur komið að launin hrökkvi ekki einu sinni fyrir húsaleigunni.
Ríkið hefur þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir langt umfram Lífskjarasamninginn
https://gamli.frettatiminn.is/29/12/2020/horkulaun-hjukrunarfraedinga-launasedill-opinberadur/
Umræða