Í gær fór fram dráttur hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur vegna veiðileyfa meðal annars í Andakílsá en það var heldur betur sótt um Andakílsá. En ekkert hefur verið veitt í ánni núna síðustu árin eftir slysið sem varð þar og setti allt á annan endann, fyrir veiðimenn og landeigendur.
Um suma dagana, á góðum tíma, voru allavega sjö umsóknir en veiðimenn klæjar í fingurgómana að renna fyrir fisk í ánni næsta sumar. En veiðin í fyrrasumar var hreint frábær og var mokveiði á köflum á ýmsar flugur.
,,Ég veit ekki hvort ég fékk dag núna í sumar það voru svo margir sem sóttu um, er að fara að kanna hvað gerist,, sagði veiðimaður sem við hittum í gær og hann var sannarlega á nálum hvort hann fengi að bleyta færi í Andakílsá.
Mynd. Frá Andakílsá í Borgarfirði.