• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Laugardagur, 12. júlí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Snjóflóðahætta í Siglufirði, Ólafsfirði og Súðavíkurhlíð – lokanir vegna veðurs

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
20. janúar 2021
in Fréttir, Innlent
A A
0

 

Ákveðið hefur verið að rýma nokkur hús undir Strengsgiljum á Siglufirði vegna snjóflóðahættu. Mörg snjóflóð hafa fallið í dag og síðustu daga á svæðinu frá Siglufirði og inn að Dalvík. M.a. stórt snjóflóð sem féll á skíðasvæðinu á Siglufirði og skemmdi skíðaskálann þar.

Ofan húsanna sem nú eru rýmd er varnargarðurinn Stóri-Boli. Hann var reistur árin 1998-1999 og hafa mörg snjóflóð fallið á hann síðan þá. Rýmingin nú er varúðarráðstöfun, þar sem að við verstu aðstæður getur hluti stórra snjóflóða farið yfir varnargarða eins og sýndi sig þegar gaf yfir varnargarða á Flateyri þegar snjóflóð féllu á þá fyrir rúmu ári síðan. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna snjóflóðahættu. Ekki er útlit fyrir að hægt verði að opna veginn í dag

Það hefur verið nokkuð stíf N-læg átt með snjókomu síðan í gærmorgun (mánudag) og talsverð úrkoma mæld á annesjum Norðanlands. Í gær féll snjóflóð yfir Ólafsfjarðarveg og lokaði honum en í dag sáust talsvert stór snjóflóð úr Ósbrekkufjalli í Ólafsfirði og féll eitt þeirra fram í sjó. Búist er við stífri N- og NA átt með snjókomu og éljum fram yfir helgi.

Ekki er talin hætta í byggð sem stendur en viðvörun hefur verið gefin út fyrir hesthúsahverfi í Ólafsfirði undir Ósbrekkufjalli. Náið verður fylgst með veðri og aðstæðum næstu daga.

Súðavíkurhlíð: Snjóflóð: Óvissustigi er lýst yfir næsta sólarhringinn. Hálka eða snjóþekja er á vegum og skafrenningur víða.

Vegurinn yfir Þröskulda er lokaður vegna veðurs en bent er á að hægt er að komast um Innstrandaveg (68). Klettsháls er orðinn ófær vegna veðurs.

Ófært er á Klettshálsi vegna veðurs. Þröskuldar: Vegurinn er lokaður vegna veðurs en bent er á Innstrandaveg (68) sem hjáleið.

Vetrarfærð er í flestum landshlutum. Norðan til á landinu er víða skafrenningur með slæmu skyggni. Vegirnir um Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarveg eru lokaðir vegna snjóflóðahættu. Varað er við miklum kviðum á Kjalarnesi. Talsvert sandfok er austan við Lómagnúp samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.

Umræða
Share1Tweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Eru vegtollar lausnin?

    Hringveginum verður lokað í báðar áttir

    38 deilingar
    Share 15 Tweet 10
  • Michael Moore fjallar um glæpina sem gerðu Ísland gjaldþrota

    465 deilingar
    Share 186 Tweet 116
  • Strandveiðimenn mótmæla stjórnarandstöðunni við Alþingi, í dag og á morgun

    24 deilingar
    Share 10 Tweet 6
  • Ríflega 150% verðmunur á fiski – Veiðigjöld greidd í samræmi við heimatilbúið tombóluverð

    6 deilingar
    Share 2 Tweet 2
  • Málþóf minnihlutans stöðvað

    4 deilingar
    Share 2 Tweet 1
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?