Hugleiðingar veðurfræðings
Öflug hæð norður af Jan Mayen stjórnar veðrinu næstu daga og heldur lægðunum fjarri landinu. Á Grænlandshafi er þó lægðardrag, sem þokast nær vesturströndinni og gæti snjóað frá því um tíma á Snæfellsnesi og Vestfjörðum í nótt og fram undir hádegi á morgun. Annars ákveðin suðaustlæg átt og stöku él sunnan og vestan til með hita kringum frostmark, en yfirleitt hægari vindar fyrir norðan, bjartviðri og talsvert frost, einkum í innsveitum.
Veðuryfirlit
Við Ammassalik er 997 mb lægð, sem hreyfist lítið og grynnist, en 300 km N af Jan Mayjen er kyrrstæð og vaxandi 1033 mb hæð. Yfir Írlandi er allvíðáttumikil 992 mb lægð, sem þokast NA og grynnist.
Veðurhorfur á landinu
Suðaustlæg átt, víða 8-15 m/s, 15-23 m/s á Snæfellsnesi fram á nótt. Skýjað með köflum og dálítil él á víð og dreif, en hægari og yfirleitt víða bjartviðri á Norðurlandi. Snjóar um tíma vestast á landinu í nótt. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-til, en kringum frostmark S- og V-til.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðaustan 8-15 m/s og skýjað með köflum, en stöku él eftir hádegi. Hiti nærri frostmarki.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Suðaustan 10-18 m/s, hvassast við SV-ströndina, en sums staðar hægari eystra. Víða lítilsháttar él og líkur á snjókomu um tíma við V-ströndina, en yfirleitt bjartviðri fyrir norðan. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum NA til, en frostlaust við S- og V-ströndina.
Á laugardag og sunnudag:
Austlæg átt, 8-15 m/s, hvassast syðst og skýjað með köflum, en dálítil él S- og A-lands. Frost yfirleitt 1 til 6 stig, en frostlaust syðst.
Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir austan- og norðaustanátt með éljum á víð og dreif og kólnandi veður.
Á miðvikudag:
Líklega hægir vindar, víða léttskýjað og talsvert frost.