• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Miðvikudagur, 30. júlí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Orkulaus með tannkul – tilefni til aðgerða

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
17. febrúar 2021
in Ferðaþjónusta, Innlent
A A
0

Áhrifavaldar hvetja til neyslu

Lítið er um samræmdar reglur í Evrópu um innihaldsefni orkudrykkja og þá sérstaklega magn koffíns. Orkudrykkir flokkast sem almenn matvæli og engar reglur eru í matvælalögum sem takmarka auglýsingar eða sölu á drykkjarvörum sem innihalda minna en 320 mg/l af koffíni. Hins vegar virðist óheimilt samkvæmt fjölmiðlalögum að hvetja börn til neyslu orkudrykkja með auglýsingum og mikilvægt að allir aðilar í samfélaginu standi vörð um hagsmuni barna í þessu samhengi. 

Áhrifavaldar hvetja til neyslu

Aðgerða er þörf svo draga megi úr neyslu  á orkudrykkjum sem innihalda koffín en neysla  íslenskra ungmenna í  8.-10. bekk  er með því mesta sem þekkist í Evrópu. Þá eru auk þess vísbendingar um að ungmenni geti keypt  orkudrykki með mjög háu koffín magni sem ekki er leyfilegt að selja einstaklingum yngri en 18 ára. Neyslan eykst með hækkandi aldri en einn af hverjum þremur í 8.bekk og um helmingur í 10.bekk segjast drekka orkudrykki.  Í verslunum hérlendis er orkudrykkjum oft stillt upp á áberandi stöðum fyrir neytendur auk þess sem margir áhrifavaldar hvetja til neyslu þeirra. Enn fremur er hvatt til neyslu þessara drykkja með því að veita afsláttarkjör og verðlaun ef merkt er við myndir á samfélagsmiðlum sem tengjast orkudrykkjum. Með því að auðvelda aðgengi barna og unglinga að orkudrykkjum og hvetja þau til að nota slíkar vörur er ljóst að notkun þeirra eykst hjá þessum viðkvæma aldurshópi.

Koffín er miðtaugaörvandi

Koffín er miðtaugaörvandi og ávanabindandi efni og börn og unglingar eru sérstaklega viðkvæm fyrir áhrifum þess. Koffín getur dregið úr einkennum þreytu og virðist geta aukið árvekni og einbeitingu en neysla þess í stórum skömmtum getur valdið höfuðverk, svima, skjálfta, svefnleysi, hjartsláttartruflunum auk kvíða. Neysla orkudrykkja getur því skapað vítahring þar sem svefnleysi sökum mikillar neyslu orkudrykkja veldur því að viðkomandi heldur áfram að drekka slíka drykki vegna sífelldrar þreytu. Einstaklingsbundið er hvenær of mikið magn koffíns fer að valda neikvæðum áhrifum og fer það meðal annars eftir líkamsþyngd sem aftur ítrekar mikilvægi þess að börn séu ekki að drekka orkudrykki.

Öryggismörk sem Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) setur fyrir fullorðna einstaklinga miðast við að koffínneysla takmarkist við 3mg á kíló líkamsþyngdar eða 400 mg á dag, sem jafngildir u.þ.b. fjórum 200 ml kaffibollum. Sá hópur íslenskra unglinga í 8.-10.bekk sem drekkur mest af orkudrykkjum innbyrðir tvöfalt til fjórfalt magn þess sem EFSA leggur til sem öryggismörk fyrir fullorðna.

Súrir og eyða glerungi

Orkudrykkir eru markaðssettir sem heilsudrykkir fyrir fólk sem leggur stund á líkamsrækt og virkan lífsstíl og oft er afreksíþróttafólk fengið í auglýsingarnar svo erfiðara er að átta sig á því að neysla orkudrykkja getur haft skaðleg áhrif á heilsu og tannheilsu. Ungt fólk virðist í auknu mæli velja þessa drykki í þeirri trú að þeir séu hollir og stuðli að hreysti og auðvelt er að draga þá ályktun þegar um sykurlausan vítamínbættan drykk er að ræða. Það er hins vegar staðreynd að allir orkudrykkir eru „súrir“ sem þýðir að sýrustig þeirra er lágt  (pH< 5.5) og því hafa þeir allir glerungseyðandi áhrif á tennur. Bæði sætir og sykurlausir orkudrykkir leysa upp glerung tannanna sem þynnist og eyðist og myndast ekki aftur. Vandinn getur náð yfir allar tennurnar sem verða viðkvæmar fyrir kulda og meiri hætta er á tannskemmdum. Glerungseyðing er vaxandi vandamál hjá börnum og ungmennum á Íslandi.

Í dag ber framleiðendum skylda til að merkja umbúðir orkudrykkja og vara börn, barnshafandi konur og konur með börn á brjósti við neyslu orkudrykkja ef koffínmagnið í drykknum er 150 mg/l eða meira. Skorað er á stjórnvöld að herða viðmið og auka eftirlit með auglýsingum orkudrykkja af þessum styrkleika, auk þess sem takmarka verður aðgengi og sölu þeirra til ungmenna t.d.  með því að leggja vörugjöld á þessa drykki og hækka þannig verð þeirra umtalsvert. Við þurfum öll að vera betur upplýst um koffínmagn í drykkjarvörum og sýrustig þeirra. Við þurfum líka öll að leggjast á árarnar hvort sem við erum foreldrar, kennarar, starfsmenn félagsmiðstöðva, íþróttaþjálfarar, afgreiðslufólk verslana eða heildsalar svo unnt sé að draga úr neyslu barna og ungmenna á orkudrykkjum.

Skaðleg áhrif kynnt í tannverndarvikunni

Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir tannverndarviku 1.-5. febrúar  með skilaboðum til landsmanna um að huga vel að heilsunni. Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu (ÞÍH) tekur þátt í þessari vinnu m.a. með hvatningu til allra skólahjúkrunarfræðinga á landinu um að vekja athygli skólabarna og foreldra á tannverndarviku þar sem áhersla verður á umfjöllun um orkudrykki og skaðleg áhrif þeirra á bæði almenna heilsu sem og tannheilsu ungmenna.
Hólmfríður Guðmundsdóttir tannlæknir Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu

Umræða
Share2Tweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Snjóaði hressilega sunnan- og suðvestanlands

    Hverjir eiga Ísland? – Nýríkir milljarðamæringar

    125 deilingar
    Share 50 Tweet 31
  • Rústaði hjónabandinu, missti forræðið og reyndi sjálfsvíg

    40 deilingar
    Share 36 Tweet 2
  • Þessir fengu 4200 íbúðir og einbýli Íbúðarlánasjóðs – Verð frá einni milljón

    834 deilingar
    Share 334 Tweet 209
  • Lögreglan leitar tveggja manna

    27 deilingar
    Share 11 Tweet 7
  • Verslanir sem ekki taka reiðufé sektaðar um 315 milljónir

    57 deilingar
    Share 23 Tweet 14
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?