Í þessum þætti ræðir Guðmundur Ingi við Henríettu Ósk, sálfræðing hjá Fangelsismálastofnun um Barnagirnd og kynferðisbrotamenn sem dæmdir hafa verið fyrir brot gegn börnum og hvernig vist þeirra í fangelsum er háttað, meðferðir og árangur þeirra.
Pocast viðtal við Sálfræðing FMS
Aðeins 30% þessar brota koma upp á yfirborðið.
Endurkomutíðni í þessum brotaflokki er lægri en annarra eða á heimsvísu um 10-15% en það er lægra hér á landi. Ólíklegra er að kynferðisbrotamaður gegn barni komi aftur í fangelsi en fyrir önnur brot.
Enginn yngri en 16 ára getur verið kærður fyrir barnagirnd og brotaþoli þarf að vera a.m.k. 5 árum yngri.
Ekki er hægt að kalla barnagirnd sjúkdóm!
Barnagirnd er hægt að vinna með og halda niðri. Meðferðir virka og bera árangur samkv. Rannsóknum.
Kynferðsibrotamenn gegn börnum fá ekki sama framgang og úrræði í fangelsiskerfinu eins og aðrir fangar.
Færri konur hafa verið dæmdar fyrir kynferðisbrot gegn börnum vegna þess að þekking okkar nær ekki lengra, Það má búast við að hlutfall kvenna sem dæmdar verða fyrir barnaníð verði stærra í framtíðinni. Á Íslandi er hægt að telja konur á fingrum annarra handar sem dæmdar hafa verið.
Ekki er orsakatengsl á milli þess að brotaþolandi muni hugsanlega verða gerandi í slíkum málum í framtíðinni. Það er mýta að svo sé.
Það er ekki vænlegt til árangurs að halda opinbera skrá yfir barnaníðinga.
Kynferðisbrotamenn í fangelsum einangrast og geta ekki gert það sama og aðrir. Þeir eru jaðarsettir og verða fyrir áreiti og fl.
https://www.youtube.com/watch?v=4WNbEhxLRZ4&t=452s