Mikill erill hjá lögreglu í nótt. Mikið um hávaða og ölvunar útköll. Einnig voru höfð afskipti af 11 ökumönnum sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Tilkynnt var um sprengjuhótun við Rúv. Starfsmaður Rúv tók við símtali rétt eftir 19:00 og koma þar fram að sprengja ætti að springa seinna í kvöld utan við húsnæði Rúv. Gerandi handtekinn seinna um kvöldið. Fylgst var vel með húsnæðinu og svæðið leitað, ekkert óeðlilegt fannst og ekkert varð úr hótununum.
Tilkynnt um mikinn fjölda af bifreiðum á bílasæðinu við Elko út á Granda með tilheyrandi hávaða. Þegar lögreglu bar að byrjuðu bifreiðar að týnast í burtu. Þá var tilkynnt um líkamsárás í miðborg Reykjavíkur. Gerandi var farinn þegar lögregla kom á vettvang. Ekki talið að um alverlega áverka var að ræða.
Þá var ökumaður bifreiðar sem ók niður grindverk og yfir umferðareyju í miðbænum. Hann komst af vettvangi en var stoppaður skömmu síðar en þar var bifreiðinni líka ekið á umferðarskilti. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og vistaður í fangageymslu vegna málsins.
Lögreglunni í Hafnarfirði var tilkynnt um að ekið hefði verið á barn á reiðhjóli. Barnið reyndist lítið slasað og var farið með það á slysadeild. Rætt var við ökumann og málið er í rannsókn. Þá gerði lögregla upptæka ræktun á kannabisi í Vallarhverfi. Grunaður var handtekinn og tekin skýrsla af honum. Hann laus að því loknu.