,,Já þetta var skemmtilegur veiðitúr í Eldvatnið fyrir austan“ sagði Sigurður Sveinsson sem var að koma af veiðislóðum fyrir fáum dögum. En sjóbirtingurinn er ennþá að gefa sig fyrir austan, bara víða enn góð veiði, eins og í Tungufljóti og Tungulæknum.
,,Við fengum tíu fiska á mína stöng, mest fiska kringum 70 sentimetra en einn líka 85 sentimetra, þetta var í fínu lagi. Þetta er geggjuð á þarna“ sagði Sigurður enn fremur um veiðisvæðið.
Geirlandsá hefur verið að gefa eitthvað og Vatnamótin líka. Sem er bara fínt í frekar köldu veðri.
Umræða