,,Þetta er að skýrast eftir fá daga hverjir munu opna Norðurá“ sagði Einar Sigfússon sölustjóri Norðurár í Borgarfirði, þegar hann var spurður hver myndi opna Norðurá að morgni 4. júní eins og verið hefur síðustu árin.
Í fyrra voru það Helgi Björnsson söngvari og eiginkona hans, Vilborg Halldórsdóttir, sem veiddi maríulaxinn sinn. En ekkert er vitað á þessari stundu hverjir opna en nöfn eins og Þórólfur og Viðir er eitthvað sem mér finnst líklegt, án þess að vita neitt um málið.
En hvað veit ég um það allt getur skeð, það rignir varla dropa, helvítis veiran má fara eins langt og hún vill fyrir mér og fáir vita hverjir opna ána. Allt getur skeð við Norðurá í Borgarfirði að morgni 4.júní, það er heila málið.