,,Já þetta er allt að koma, en við skruppum aðeins í Fögruhlíðarós á Jökulsárhlíð snemma í morgun og fengum nokkra fiska,, sagði Þröstur Elliðason og fiskurinn virðist vera mættur. En Þröstur hefur verið að sleppa seiðum á svæðinu, bæði í Jöklu og Breiðdalsá.
,,Við fengum sjö fiska, fullt af tökum og tveir sjóbirtingar komu á land og fimm bleikjur, flottir fiskar,, sagði Þröstur enn fremur um stöðuna í ósnum núna. Jökla opnar 27.júní fyrir veiðimenn.
Hraunsfjörðurinn virðist vera að koma til í veiði, en Helgi Sigurðsson var þar á ferðinni þar í gær og veiddi 10 flottar bleikjur með félaga sínum.
Mynd. Júlíus Elliðason glímir við bleikju í morgunsárið í Fögruhliðarós. Mynd ÞE
Umræða