Óðinn Örn Kjærnested, 13 ára, er duglegur að fara með mömmu sinni að veiða, en hún er forfallin fluguveiðikona. Við fórum saman upp að Helluvatni um hálf tíu leitið að morgni 23. júní í fallegu sumarveðri, heiðskýrt og nánast logn, og sáum strax að þetta yrði skemmtileg veiðiferð, því bæði bleikja og urriði voru að vaka allt í kring.
Það tók ekki langan tíma fyrir fyrsta fiskinn að taka, en hann vildi ekki á land og sleit sig lausan rétt áður en náðist að koma honum í háfinn. Það leið þó ekki langur tími þar til annar tók vel í stöngina og var ákveðið að gefa sér góðan tíma í að þreyta hann.
Eftir 15 mínútna bardaga náði Óðinn að landa þessari fallegu bleikju sem vigtaði 4,5 pund og mældist 51 cm frá miðjum sporði en bleikjan tók óþyngdan Peacock i stærð 12.
Umræða