Stálheppinn Íslendingur var einn af fjórum miðahöfum sem skiptu með sér 2. vinningi í EuroJackpot og fær hver þeirra rúmlega 80 milljónir króna. Miðinn góði var keyptur hér á heimasíðunni, lotto.is, en hinir þrír miðarnir voru keyptir í Danmörku og 2 í Þýskalandi. Þetta er í annað sinn á tveimur vikum sem 2. vinningur kemur til Íslands.
Fyrsti vinningur gekk ekki út og flyst vinningsupphæðin yfir á 1. vinning í næstu viku. Fimm miðaeigendur skiptu með sér 3. vinningi og fá þeir rúmar 22,6 milljónir hver. Tveir miðanna voru keyptir í Þýskalandi, en hinir voru keyptir í Hollandi, Slóveníu og Slóvakíu
Fjórir voru með 2. Vinning í Jóker og fá þeir 100 þúsund krónur í vinning hver. Tveir miðanna voru keyptir á lotto.is, einn er í áskrift og einn var keyptur hjá N1, Stórahjalla 2 í Kópavogi.
Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 4.210.
Umræða