Íslandsbanki mun hækka vexti á morgun í kjölfar þess að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti úr einu prósenti í 1,25 prósent í lok síðasta mánaðar að því er fram kemur í frétt á rúv.is. Breytilegir vextir hækka um 0,15 prósentustig. Þá hækka óverðtryggðir kjörvextir um 0,20 prósentustig og yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja um 0,25 prósentustig.
Arion banki hækkaði vexti á föstudaginn síðasta og Landsbankinn 1. september.
Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir Ergo og vextir bíllána og bílasamninga hækka um 0,20 prósentustig og vextir sparnaðarreikninga hækka um 0,15 til 0,25 prósentustig.
https://gamli.frettatiminn.is/05/09/2021/bankarnir-verda-ad-greida-thessa-skuld-til-heimilanna/
Umræða