Um klukkan eitt síðastliðna nótt barst lögreglu tilkynning um að dvalargestum í sumarhúsahverfi utan við Egilsstaði hafi verið hótað með skotvopni. Er lögregla kom á vettvang hitti hún fyrir þrjá aðila, rjúpnaskyttur er gistu í bústað í hverfinu og grunur lék á að hlut ættu að máli.
Vopn þeirra voru haldlögð á vettvangi. Í morgun og í dag hefur lögregla tekið skýrslur af vitnum sem og yfirheyrt þremenningana. Tveir þeirra fengu vopn sín afhent að yfirheyrslum loknum en einn ekki.
Málið er langt komið í rannsókn og verður sent ákærusviði til afgreiðslu að rannsókn lokinni.
Umræða