Hugleiðingar veðurfræðings
Vaxandi suðaustanátt í dag, hvassviðri eða stormur og talsverð rigning um og eftir hádegi, en lengst af úrkomulítið norðaustanlands. Það hlýnar smám saman, hiti víða 5 til 10 stig síðdegis. Gular vindviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir flesta landshluta, og auk þess má búast við talsverðu afrennsli á sunnan- og vestanverðu landinu með auknum líkum á vatnavöxtum.
Sunnan 13-20 m/s og heldur úrkomuminna í nótt. Á morgun snýst svo í suðvestanátt með skúrum og síðar éljum, en það verður yfirleitt þurrt og bjart á norðaustanverðu landinu. Það kólnar aftur, hiti 0 til 6 stig seinnipartinn.
Veðuryfirlit
1100 km SV af Reykjanesi er víðáttumikil 965 mb lægð sem fer N. Við Jan Mayen er 1028 mb hæðarhryggur sem þokast NA.
Veðurhorfur á landinu
Vaxandi suðaustanátt, 15-23 m/s og talsverð rigning um og eftir hádegi, en lengst af úrkomulítið norðaustanlands. Hlýnandi veður, hiti víða 5 til 10 stig síðdegis.
Sunnan 13-20 og vætusamt í nótt. Vestlægari á morgun með skúrum og síðar éljum, en bjartviðri um landið norðaustanvert. Kólnandi, hiti 0 til 6 stig seinnipartinn.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðaustan 15-23 m/s síðdegis og talsverð rigning, hiti 7 til 9 stig. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld.
Suðvestan 13-18 og skúrir á morgun, en slydduél eða él síðdegis. Kólnar smám saman.
Spá gerð: 13.11.2021 10:38. Gildir til: 15.11.2021 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Suðvestan 8-15 m/s. Þurrt á Norðausturlandi, en skúrir eða slydduél á vestanverðu landinu. Rigning suðaustanlands, en styttir upp þar um kvöldið. Hiti 1 til 7 stig, mildast við suðurströndina.
Á þriðjudag:
Breytileg átt 3-10 og dálítil él á víð og dreif. Gengur í norðvestan 10-18 undir kvöld, hvassast við norðurströndina. Snjókoma á norðanverðu landinu, en þurrt sunnantil. Frost víða 0 til 5 stig.
Á miðvikudag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-10 og bjartviðri á sunnan- og vestanverðu landinu. Hvöss norðvestanátt og snjókoma norðaustantil, en styttir upp og lægir þar seinnipartinn. Frost 1 til 7 stig.
Á fimmtudag og föstudag:
Breytileg átt, víða á bilinu 5-10 m/s. Rigning eða slydda með köflum sunnanlands, hiti 1 til 4 stig. Dálítil él í öðrum landshlutum og vægt frost.