Heildarfjöldi vinninga á Íslandi voru 5.111
Heppinn Þjóðverji var einn með 1. vinning í EuroJackpot og fær hann rúma 10,7 milljarða í vinning. 4 miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmar 104 milljónir króna.
Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Króatíu, Þýskalandi og Noregi. Sjö miðahafar skiptu svo með sér 3. vinningi og fær hver þeirra rúmlega 21 milljón króna. Miðarnir voru keyptir í Ungverjalandi, Finnlandi, Tékklandi, tveir á Spáni og tveir í Þýskalandi. Það var svo einn heppinn Íslendingur í áskrift sem var einn af þeim 61 sem skiptu með sér 4. vinningi og hlýtur hann rúmar 804 þúsund krónur í sinn hlut.
Tveir miðahafar voru með 2. vinning í Jóker og fá þeir 100 þúsund krónur í vinning hvor. Miðarnir voru báðir í áskrift.
Umræða