Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims, hefur keypt 34,1 prósent hlut í HB Granda af Kristjáni Loftssyni og Halldóri Teitssyni. Kaupverðið var 21,7 milljarðar króna
Nú er augljóst mál að útgerðarmenn hafa ekki slíka fjármuni haldbæra í sjávarútvegi sem að hefur verið ríkisstyrktur með afskriftum lána upp á hundruði milljarða í síðasta hruni.
Ónýtt íslenskt kvótakerfi – Bankar með ónýt veð í kvóta og byggðir lagðar í rúst
Þá hlýtur að blasa við að einhver þarf að lána fyrir kaupverðinu og þá spyr maður sig, hver er svo vitlaus að lána út á handónýt veð? Hvaða eignir HB Granda standa undir 21.7 milljarða kaupverði? Ekki er það kvótinn sem að þjóðin leyfir þeim að veiða fyrir sig og er sameign þjóðarinnar! Þá stendur ekkert eftir nema yfirveðsett skip. Keisarinn er ekki í fötum! Eins og segir í ævintýrinu sem er þó ekki nálægt því jafn ævintýralegt og það að menn geti veðsett eignir annara. Í þessu tilfelli, eign íslensku þjóðarinnar.
1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.
Ég gæti sem sagt labbað út í Sparisjóð og veðsett Esjuna og Gullfoss sem er líka sameign þjóðarinnar ef að þessir menn fá fyrirgreiðslu í mínum banka á innan við 30 dögum upp á 21.7 milljarð til þess að kaupa fisk sem að syndir í Atlantshafinu. Mitt veð væri mun traustara, þar sem að fjöll og fossar eiga það ekki til að hverfa en fiskur hefur sporð og getur synt í burtu eða hreinlega verið útrýmt í græðginni og brottkastinu sem er á Íslandi.
Ónýtt íslenskt kvótakerfi – Bankar með ónýt veð í kvóta og byggðir lagðar í rúst
,,Óheimilt er að veðsetja aflaheimildir skv. lögum, það er ekki hægt og þar með eru veð ónýt og haldlaus. Heimilt er að veðsetja skip. En ekki aflaheimildir. Það er kristal tært. Þar með er ekki eitt gramm af kvóta í íslenskri lögsögu veðsett og lánastofnanir með haldlaus skjöl.“
Kvótakerfið er þannig upp byggt í Noregi að miðað er við 11, 15 og 21 metra skip m.a. og fleiri stærðir þegar að ákveðið er hvernig úthlutun aflaheimilda á að vera.
Skip undir ákveðnum metra fjölda, smábátar, fá m.a. að veiða án kvóta í ákveðnum tegundum á ákveðnum tíma, stundum í marga mánuði á ári og allt fiskveiðikerfið í Noregi er hliðhollara þeim sem að t.d. vilja hefja útgerð og þeim sem að hafa ekki mikið fjármagn til þess að hefja útgerð. Nýliðun er möguleg í útgerð í Noregi. Duglegir menn hafa tækifæri þar til þess að stofna og reka eigin báta í sátt við kerfið og umhverfið. Lán þar eru oftast þrisvar til tíu sinnum ódýrari en á Íslandi en það fer eftir ástandinu á Íslandi hver munurinn er þar sem að íslenska hagkerfið er alltaf eins og lauf í vindi. Norska krónanan og vextir þar, haggast ekki og stöðuleiki áratugum saman og hægt er að gera marktækar áætlanir og hægt að byggja upp t.d. fyrirtæki í sjávarútvegi frá grunni.
Þver öfugt við það sem að þekkist á Íslandi, þar sem að bankar og hagsmunasamtök og styrkir til stjórnmálaflokka virðast stjórna hafta- og skömmtunarkerfinu. Kvótaleiga og brask er ekki til í Noregi. Að aðili sem hefur rétt til að veiða, leigi öðrum sjómanni kvóta á sama verið nánast og fæst fyrir hann á markaði þekkist ekki, enda alveg galið!
Hví á Jón að leigja Páli kvóta á 150.000 kr. tonnið sem að hann hefur haft frí afnot af í boði íslensku þjóðarinnar í 30 ár, hvert einasta ár, og fá greiddar 150.000 kr. í eigin vasa, nettó án þess að gera neitt? Brask með sameign þjóðarinnar!
Á Íslandi borgar sig oft frekar að leigja allan kvóta sem hægt er að leigja frá sér í stað þess að veiða hann sjálfur. Allt í boði kvótakerfisins og stjórnmálaflokka sem að standa vörð um kerfið, eins og að þeir fái borgað fyrir það. Þekkt er á Íslandi að útgerðamenn krefjist 150.000 kr. í kvótaleigu til kollega, fyrir þorsk, en finnst út í hött að greiða 23.000 krónur í veiðigjald til þjóðarinnar í leigu og afnotarétt á sama fisknum okkar, sem að þjóðin á.
Væru ekki spítalar á hverju götuhorni ef við fengjum 150.000 kr. í veiðigjald eins og markaðurinn telur að sé hið rétta veiðigjald? Er ekki hið rétta veiðigjald til ríkisins akkúrat það rétta sem að markaðurinn kemur sér saman um í þessari grein eins og öðrum? Eða hvaða öfl ráða allt í einu ferðini í þessu tilfelli? Peningar til stjórnmálaflokka? Athygli vekur að engin stjórnmálaflokkur talaði um breytingar á kvótakerfinu í síðustu kosningum, hví er þessi æpandi þögn sem er dulin leyndarhyggju?
Íslenska kvótakerfið er ekki gert til þess að vernda fiskinn í sjónum, það er gert til þess að vernda kvótahafana sem að telja sig eiga fiskinn í sjónum. En í 1. grein laga um stjórn fiskveiða segir að ÞJÓÐIN eigi fiskinn í sjónum en ekki fyrirtæki eða einstaklingar. SFS eða samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru helstu hagsmunasamtök Íslands fyrir útgerðarmenn sem telja telja sig „eiga“ kvótann.
Félagið hét áður og til áratuga eða frá árinu 1939, LÍÚ eða landssamband íslenskra útgerðarmanna. Heiðrún Lind Marteinsdóttir hefur verið talskona þessara samtaka og hafa verk hennar verið mjög umdeild vægast sagt og m.a. rangar fullyrðingar um laun sjómanna sem að áttu ekki við nein rök að styðjast í síðustu kjarabaráttu þeirra. Jafnframt var hún með yfirlýsingar um eignarrétt á kvóta en kom svo með haldlausar eftiráskýringar þegar að hún fattaði að hún hafði nefnt snöru í hengds manns húsi. Það varð nefnilega allt brjálað!
Heiðrún Lind Marteinsdóttir héraðsdómslögmaður var ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Þrjátíu umsóknir bárust um starfið og tók hún við starfinu af Kolbeini Árnasyni sem hafði starfað fyrir hagsmunasamtökin síðan árið 2013.
Ekkert kemur fram í ferilskrá um hæfi eða þekkingu hennar á sjávarútvegi og ekki er vitað til að hún hafi nein tengsl þar. Heiðrún starfaði sem lögmaður frá árinu 2007 hjá LEX lögmannsstofu. BA-ritgerð Heiðrúnar fjallaði um hugtakið innherjaupplýsingar samkvæmt ákvæðum verðbréfaviðskiptalaga og í ML-ritgerð sinni fjallaði hún um skilyrði yfirtökuskyldu samkvæmt sömu lögum. Heiðrún lauk prófi í verðbréfaviðskiptum.
- „Þjóðin getur ekki átt neitt“ er haft eftir löglærðum lögmanni SFS / LÍÚ og vísar þar til þess að þjóðin geti ekki átt fiskinn í sjónum. Það segir hagsmunagæslumaður fárra útgerðarfyrirtækja sem hafa sölsað undir sig sameign þjóðarinnar. En auðvitað ætti hún að þekkja lögin og vita betur, en þetta er ein af mörgum rangfærslum lögmannsins nema að hún kannist ekki við fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða í sjávarútvegi á Íslandi sem segir: 1. gr.
Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. - Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.
- Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.
Ufsi er flökkufiskur, hví er hann í kvóta? Eina rökrétta skýringin er að þá sé hægt að veðsetja hann í banka og braska með hann og að passa að aðrir veiði hann ekki.
Ekki er hægt að finna aðra skýringu á kvótasetningu á þessum flökkufiski sem engin ástæða er til þess að kvótasetja. Sjómenn vita þetta og fleira þessu tengt eins og t.d. með makríl, nú er búið að búa til veð úr honum líka en makríllinn getur horfið á einni nóttu og aldrei sést hér aftur, hvað verður þá um veðin í bönkunum?
Útgerðin er að panta fjölda skipa að utan fyrir tugi milljarða, allt með verðum í fiski og m.a. væntingum um makrílveiðar. Makríllinn getur horfið jafn hratt í burtu og hann birtist óvænt á íslands miðum. Hitabreytingar í hafi geta m.a. valdið því að hann hverfi fyrir fullt og allt og sjáist ekki aftur. Áætlað er að virði makrílkvótans sé um 150 milljarðar, ef að sá kvóti yrði svo „veðsettur“ og makríllinn hyrfi eins og má gera ráð fyrir, þá stæðu lánin eftir án heimilda til veiða á makríl sem væri ekki til. Makrílkvóti íslenskra fiskiskipa nemur nú 168.464 lestum en var engin fyrir skemmstu.
Við erum enn föst í hlekkjum hugarfarsins eins og samnefndir þættir heita og áttu við bændasamfélagið á öldum áður í fjórum þáttum. Við erum enn á þeim stað á Íslandi þó svo að rándýr PR fyrirtæki sem að fá milljónir fyrir að ljúga að okkur, vinni verk sín vel. “Sjávarbændur“ samtímans hafa einangrað þjóðina frá lífsgæðum sem að alþjóðasamfélagið býður upp á, bara vegna þess að vernda þarf fiskimiðin „þeirra“ fyrir útlendingum og halda í ónýta krónu.
Hafta- og afturhaldsemi í hlekkjum hugarfarsins, þar erum við ennþá. Þess vegna erum við með eigin krónu m.a. fyrir útgerðina til að braska með gengi krónunnar hverju sinni, verðtryggingu og okur-vexti og þurfum að borga a.m.k þrefalda vexti og oft miklu meira en það, sem bankaþrælar. Við borgum a.m.k. þrisvar sinnum fyrir húsin okkar m.v. okurlánin og vaxtaokur og eignaupptökukerfið sem að við fáum frá okurlánurum (bönkum) á Íslandi. Vextir á Íslandi eru fáránlega háir m.v. öll lönd í heiminum. Það ótrúlega er að íslendingar eiga að teljast vel menntuð þjóð en hafa enga stjórn á eigin málum í þesum efnum eða valfrelsi.
Venjulegur íslendingur mundi hagnast mikið á að fá að tengjast alþjóða hagkerfinu og sleppa við það að verið að haldið í ánauð á eyjunni, Íslandi. En það er ekki hægt, það þarf að verja fiskimiðin fyrir útlendingum.
Fyrir venjulegan íslending, væri það miklu betra ef að erlend fyrirtæki mundu fiska fiskinn gegn sanngjarnri leigu til ríkisins og þá fengju íslendingar betri vexti, alvöru gjaldmiðil, sanngjarnar afborganir húsnæðislána ofl. ofl. í staðinn. Lán mundu lækka þegar af þeim væri greitt, það þekkist ekki á Íslandi og hefur ekki verið þannig og einbeitt eignaupptaka væri þá loks baki. Og fjölskyldan kæmi út með 3 poka úr matvörubúð á verði eins í dag eins og tölur sýna og bensínverð sem er endalaust það hæsta í öllum heiminum, á Íslandi mundi lækka. Vaknið kæru íslendingar, þið eigið betra skilið og börn ykkar.
Ruglið með íslensku krónuna mun kosta þjóðina það að ferðamenn sem að björguðu eyjunni upp úr síðasta hruni munu hverfa. Þeir komu þegar að Ísland hrundi og krónan varð einskis virði og hvöttu t.d. neytendafélög um allan heim til þess að fólk mundi ferðast til Íslands, þar sem að það væri ódýrasta. Þegar að gengið fer aftur upp fyrir hæstu hæðir gagnvart öðrum gjaldmiðlum, hverfa ferðamennirnir um leið. Hraðar en þeir komu.
Sveiflurnar þar eru slíkar að s.l. ár komu 2.5 milljón manns til Íslands en fyrir hrun komu nánast engir ferðamenn til landsins í þeim samanburði. Sú staða mun koma upp aftur út af sér íslensku krónunni. Þá mun offjárfesting í hótelum og fleiru standa eftir sem minnisvarði um góðærið eins og hvert annað loðdýrabú eða laxeldisker og hóteleigendur afhenda þá bönkunum lyklana eins og fólk gerði í síðasta hruni á árunum 2008-2014. Þar áður höfðu fasteignir hækkað margfalt í loftbólu hagkerfinu 2007 en hrundu jafn hratt í verði í hruninu og enduðu á uppboðum um allt land. Sama mun gerast með hótelin.
Brask með kvóta og loftbólu- spákaupmennska er eitthvað sem að þekkist ekki í Noregi. Bankarnir hafa ekki tekið þátt í að veðsetja sameign þjóðarinnar eins og gert hefur verið á Íslandi. Hvað verður um veð bankanna ef, eða þegar að ný Ríkisstjórn inkallar kvótann sem er sameign þjóðarinnar og er útdeilt til skipa til afnota en ekki til eignar ? Þau eru ónýt og einskis virði ef að á reynir, það er ekkert á bak við veð í kvóta því að það er engin eignarréttur á bak við aflahlutdeildir, engar. Keisarinn er ekki í fötum hefði verið sagt í ævintýrabókum en svona er staðan í raunveruleikanum. Getur Jón Jónsson veðsett Vatnajökul, Norðurljósin, Snæfellsjökul eða fisk í sjónum? Nei ! En ef einhver er svo vitlaus að taka veð í síkum gersemum og án samþykkis eigandans, sem er þjóðin, þá situr viðkomandi lánastofnun í súpunni með ónýtt veð sem að talið var gott en er ólöglegt skv. 1. gr. laga um fiskveiðistjórnun: ,,Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Skýrara getur það ekki verið.
Óheimilt er að veðsetja aflaheimildir skv. lögum, það er ekki hægt og þar með eru veð ónýt og haldlaus. Heimilt er að veðsetja skip. En ekki aflaheimildir. Það er kristal tært. Þar með er ekki eitt gramm af kvóta í íslenskri lögsögu veðsett og lánastofnanir með haldlaus skjöl.
Byggðasjónarmið og eðlileg viðskipti með fisk þar sem að allir og allt er niður á jörðinni, er það sem að hefur alltaf viðgegnist í Noregi og þannig er það enn. Á Íslandi hafa heilu byggðarlögin verið lögð í rúst og eignir fólks í byggðarlögunum orðið verðlausar, þegar að kvótahafar hafa selt sameign okkar til annara útgerða.
Að íslenska kvótakerfið sé það besta í heimi er bara brandari, byggðir hverfa, brottkast og brask með kvóta hefur eyðilagt landið og miðin
Alþingi setti lög á sínum tíma um að byggðarlög hefðu forkaupsrétt á skipum og aflaheimildum þeirra svo að þau hyrfu ekki úr byggðarlögum og þar með lífsbjörgin og lifibrauðið og undirstaða byggða í landinu og stöðuleiki. Verðgildi eigna, fasteigna og mannauðs hrynur þegar að sjávarpláss missa kvótann, það vita allir.
Hvernig komust kvótabraskarar framhjá þessum góðu gildum?
Stofnuðu hlutafélag um kvótann og seldu hlutafélagið til næsta braskara, þá var ekki verið að selja kvóta og lífsbjörg heils samfélags, heldur hlutafélag sem að auðvitað var bara blöff og í raun var verið að færa kvóta burt með löglegum en siðlausum hætti milli aðila. Og allir græddu því það var hagstæðara skattalega að selja hlutabréf en kvóta, nema byggðarlagið sem sat eftir allslaust og hjálparlaust. Með þessum hélst kvóti ekki í byggðum landsins eins og Alþingi vildi með lögunum. Þó að Alþingi sé stundum svifaseint, þá skulum við líta til þess að kvótakerfið er 30 ára og þar með er ekki hægt að segja annað en að Alþingi sé meðsekur aðili enda flokkarnir fengið hundruði milljóna í það sem að ég vil kalla mútur.
Stutt er síðan að t.d. HB-Grandi lokaði 100 ára gömlu sjávarútvegsfyrirtæki á Akranesi, flutti kvótann í burtu og öllu starfsfólki var bara sagt upp á einu bretti. Eftir stendur byggðarlagið með altjón og tóma vinnustaði og atvinnulaust fólk.
KVÓTAKERFIÐ ER ÓNÝTT OG FISKI HEFUR VERIÐ KASTAÐ Í SJÓINN Í ÁRATUGI Á KOSTNAÐ ÞJÓÐARINNAR – ENGIN ER LÁTIN SÆTA ÁBYRGÐ
Kvótakerfið í Noregi hvetur útgerðina ekki til brottkasts eins og íslenska kvótakerfið, þar sem að það borgar sig ekki að koma með of lítinn fisk að landi og honum því hent aftur dauðum í hafið upp á milljarða ár hvert og þannig hefur það verið s.l. 30 ár í gölluðu kvótakerfi, tugum milljarða hent í hafið. Hannes Hólmssteinn Gissurarson, kallar þetta: Íslenska efnahagsundrið.
Fiskifræðingar hafa svo metið aflann sem kemur að landi sem að veitir falsaðar tölur í bókhald og reiknilíkön þeirra. Ekkert er að marka og kvótinn í þorski hefur farið niður ár eftir ár og svo verður áfram. Það má segja að kvótakerfið hafi ekki skilað neinum árangri til þess að byggja upp fiskistofna en hefur aftur á móti byggt upp Sægreifaveldi og verið hliðholt auðvaldinu og byggt upp ofurgróða þar, til fárra á kostnað heildarinnar.Á Íslandi hafa fiskistofnar verið á niðurleið með því ónýta kvótakerfi sem að hér er. Norðmenn geta fiskað eina milljón tonn af þorski aftur á móti og mjög gott ástand er á fiskistofnum þar.
Ef sett er rugl inn í tölvu fiskifræðinga, kemur rugl út úr henni. Öllum fiski sem að ekki borgar sig að koma með í land er hent aftur í hafið. Græðgin sem að kvótakerfið hefur búið til hefur étið kerfið innan frá. Skipstjórar eru sendir af stað á sjó og þeir eiga að koma með afla eftir pöntunarlista í land, afla sem að gefur vel af sér, hitt á að fara aftur í hafið, dautt, fyrir komandi kynslóðir og þá kynslóð sem að leigir m.a. íbúðir á okur leigu af fyrirtækjum nú sem að voru áður í sjávarútvegi. Sjaldan er ein báran stök.
Fiskistofa er fjársvelt og forstjóri hennar hefur játað sig sigraðan gagnvart brottkasti fiskiskipa opinberlega í sjónvarpi allra landsmanna. Er ekki eitthvað mikið að?
Tækifæri til nýliðunar yngri kynslóða í greininni er galopin í Noregi, á meðan er allt slíkt alveg ómögulegt á Íslandi með öllu skv. 30 ára gömlu kvóta- og haftakerfi sem staðið hefur verið vörð um á Íslandi af hagsmunafélagi kvótahafa Landssambandi Útgerðarmanna sem að skipti um nafn og heitir nú Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og stutt af ákveðnum stjórnmálaflokkum sem að þiggja peningagreiðslur frá hagsmunaaðilum og fyrirtækjum sem að fá afnot af sameiginlegu auðlind íslendinga, fisknum í sjónum.
Ungir menn á Íslandi eiga ekki tilverurétt í útgerð og hafa ekki leyfi til þess að fiska fisk við Íslands strendur. U.þ.b. 10 fyrirtæki „eiga“ um helming kvótans á Íslandi, öðrum er óheimilt að gera báta út til fiskveiða, sem ekki „eiga“ kvóta upp á hundruði milljóna. Þið sem eruð ung og eigið lífð framundan, farið burt af eyjunni eins fljótt og þið getið. Það er það gáfulegasta sem að þið gerið, á Íslandi eru engin tækifæri eða möguleikar. Engir.
Að lokum vil ég árétta aftur að ég hvet ALLT ungt fólk að yfirgefa þessa rotnu spillingareyju og ekki spá í það að koma aftur heim nema að allt breytist hér í gjörspilltu fjármálakerfi. Ungt fólk mun aldrei eignast neitt nema skuldir og verða bankaþrælar og verða fyrir rað eignaupptökum á Íslandi. Hef barist í íslenska hagkerfinu í 40 ár og þekki munin á því og það sem gerist hjá siðmenntuðum þjóðum. Spurningin er um að lifa í logni og öryggi erlendis eða óöryggi og fárviðri á Íslandi svo myndlíking sé notuð! Besta fjárfestingin sem að ungt fólk gerir á Íslandi í dag er í flugfarseðli burt frá eyjunni. Besta ákvörðun lífs míns var að yfirgefa Ísland, mér finnst nóg að horfa á spillinguna og hvernig er farið með þjóðina úr fjarlægð sem er þó ekki mikil á tölvuöld.
Virðingarfyllst, Jón Guðmundsson Frkv.stj. –
Fyrir ykkur sem að annað hvort hafa gullfiskaminni eða hafið jafnvel haft hag af því að svíkja land og þjóð. Þá er hér smá upprifjun um hvernig íslendingar hafa eyðilagt miðin við strendur landsins m.a. með brottkasti og toghlerum sem að vinna eins og jarðýtur og eyðileggja hrygningarslóðir m.a. Svo ekki sé talað um snurvoðaveiðar eða annað rugl :