Guðmundur Franklín Jónsson, hagfræðingur og fyrrum verðbréfamiðlari og forsetaframbjóðandi, hefur miklar áhyggjur af innrás Rússa í nýjum pistli sem hann hefur birt á Facebook. Þar tekur hann undir áhyggjur Baldurs Þórhallssonar, stjórnmálafræðings, sem skrifaði grein um að Ísland væri mjög auðvelt skotmark fyrir Rússa þar sem við séum berskjölduð og herlaus þjóð.
,,Að sjálfsögðu geta refsiaðgerðir Rússa beinst að Íslandi, fyrst við lýstum yfir stríði við Rússa! Nú getum við loksins tekið fram silfrið og barist við kjarnokuveldið. Það tæki Rússa ca. 6 tíma að legga Ísland undir sig. Fyrst skera þeir á alla fjarskiptakapla frá landinu og svo sprengja þeir upp flugvellina….
Hvernig í óskupunum datt stjórnvöldum í hug að ákvarðanir þeirra, yfirlýsingar og þáttakan í stríðinu gegn Rússum hafi engar afleiðingar?“ Segir Guðmundur Franklín Jónsson.
Umræða