Flestir siðblindingjar eru karlmenn en við tökum miklu síður eftir siðblindum konum en það er hins vegar full ástæða til að vera á varðbergi gagnvart þessari persónuleikaröskun í konum. Fjallað er um málið í fagritinu Lifandi Vísindi en þar segir:
Almennt er talið að 0,5-1% fólks þjáist af þeirri persónuleikaröskun sem lýsir sér sem félagsleg lesblinda og við köllum almennt einfaldlega siðblindu.
Bíómyndapersónur á borð við Hannibal Lecter eða Patrick Bateman eru í huga margra hin fullkomnu dæmi um siðblinda einstaklinga – siðblinda karlmenn. Og flestar rannsóknir á þessu sviði benda líka til þess að flestir siðblindingjar séu karlmenn. Við tökum miklu síður eftir siðblindum konum en það er hins vegar full ástæða til að vera á varðbergi gagnvart þessari persónuleikaröskun í konum.
Lævís stjórnun siðblindra kvenna
Siðblind kona er ólík siðblindum karlmanni að fjölmörgu leyti. Það er einkum talið einkenna siðblinda karlmenn að vera heillandi í framkomu, hvatvísir, hafa mikið sjálfstraust en skorta hæfni til að sýna samkennd eða eftirsjá.
Bæði í bandarískri rannsókn og annarri norskri eru eftirfarandi eiginleikar taldir einkenna siðblindar konur.
Daður
Stjórnsemi
Víla ekki fyrir sér að stela og svíkja
Sýna árásargjarnan talsmáta
Einangra fórnarlömb sín frá félagslegri umgengni
Óstöðugt tilfinningalíf
Afbrýðisemi
Valda sýnilegum áverkum á sjálfum sér
Siðblindar konur eru öðruvísi en siðblindir karlmenn
Siðblindar konur beita sjaldnast beinu ofbeldi en viðhafa heldur ekki jafn heillandi framkomu né hafa jafn ofboðslegt sjálfsálit og siðblindir karlmenn. Það er siðblindum konum hins vegar sameiginlegt að vera mun lævísari en karlkyns siðblindingjar, t.d. við að ná stjórn á öðrum. Og það er einmitt þetta sem bandaríski sálfræðingurinn Seth Meyers undirstrikar, í viðtali við Psychology Today, hvað valdi því að siðblindar konur geti verið hættulegri en karlmenn. Við erum alls ekki vön því að líta á konur sem siðblindar, hvorki í félagslegu né samfélagslegu samhengi.
Seth Meyers nefnir sem dæmi að fæstir myndu nokkru sinni láta sér detta í hug að kvenkyns hjúkrunarfræðingur gæti verið siðblindingi, þvert á móti virðist okkur kona í slíku starfi vera umhyggjan uppmáluð.
Engu að síður getur einmitt þetta starf veitt siðblindri konu tækifæri til að fá útrás fyrir leyndar niðurrifstilhneigingar sínar – sem gæti á endanum valdið alveg jafn miklum skaða og ofbeldi karlmanna. Segir í grein í fagritinu: Lifandi Vísindi.
Á þessu þekkjast siðblindar konur