Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag verður víða rólegheita veður. Skýjað og sums staðar dálítil væta, síst þó suðaustanlands. Á morgun hvessir, einkum norðaustantil. Hiti gæti farið í 16-18 stig hlémegin fjalla, það er á austurhelmningi landsins, en annars víða 6 til 12 stiga hiti. Svo eru spá almennt sammála að á sunnudag kólni allmikið þegar vindur snýst til norðanáttar. Líklegt er að frysti fyrir norðan og úrkoma verði á éljaformi en mildara syðra og yfirleitt þurrt.
Veðuryfirlit
Yfir Írlandshafinu er 1035 mb hæð sem hreyfist lítið. Langt S í hafi er vaxandi 1015 mb lægð á leið A.
Veðurhorfur á landinu
Suðvestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s, skýjað að mestu og sums staðar dálítil væta, en bjartviðri suðaustanlands. Hiti 3 til 12 stig.
Suðvestan 8-15 á morgun, hvassast norðvestantil og hvassir vindstrengir við fjöll, en hægari vestlæg átt syðst. Skýjað en úrkomulítið um landið vestanvert, en yfirleit bjartviðri annars. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast suðaustan- og austanlands.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg breytileg átt eða hafgola en vestlæg átt 3-8 á morgun. Skýjað en yfirleitt úrkomulítið. Hiti 5 til 11 stig en heldur svalara á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Snýst í norðlæga átt 5-13 og kólnar með dálitlum éljum norðanlands, vægt frost þar síðdegis. Þurrt að kalla sunnan heiða með hita 5 til 12 stig.
Á mánudag:
Austan og norðaustan 5-13 m/s, hvassast syðst. Lítilsháttar slydda eða rigning á Suður- og Vesturlandi með hita 1 til 6 stig, annars þurrt að kalla og hiti í kringum frostmark.
Á þriðjudag:
Suðaustlæg eða breytileg átt og rigning eða slydda sunnan- og vestantil, en annars þurrt. Hiti 1 til 7 stig að deginum.
Á miðvikudag:
Breytileg átt, víða rigning með köflum og hiti 5 til 11 stig.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir norðvestlæga átt með lítilsháttar slyddu eða rigningu norðanlands en úrkomulítið sunnanlands. Hiti 2 til 7 stig en nálægt frostmarki norðvestantil.