,,Davíð Þór Jónsson er sennilega sá prestur seinni tíma sem þorir að taka hvað harðasta afstöðu með þeim minstu og varnarlausu í samfélagi okkar á þannig máli að eftir sé tekið.
Myndlíkingar hans eru snjallar og svíða þegar hann hirtir til ríkistjórnina í máli hennar um að senda 300 flóttamenn á götuna í Grikklandi, svíður svo sárt að biskup Íslands stígur fram, ríkistjórninni til varnar.
Að hún skuli ekki skilja að það var ekki verið að hóta, heldur miklu fremur verið að segja þeim sem málið varða að til sé sérstakur staður í helvíti fyrir þau sem níðast á varnalausum smælingjum.
Biskup Íslands mætti alveg taka Davíð Þór sér til fyrirmyndar
Allavega fyrir þá sem eru trúaðir, fyrir hina er helvíti nú þegar í miklu stuði hér á jörðu og biskup Íslands mætti alveg taka hann sér til fyrirmyndar. Í staðin fyrir að hóta honum fyrir það sem allir prestar ættu að gera, það er að þora standa með þeim minnstu með logandi orðum og kærleika að vopni.“ Segir Bubbi Morthens.
https://gamli.frettatiminn.is/24/05/2022/serstakur-stadur-i-helviti-fyrir-folk-sem-selur-sal-sina-fyrir-vold-og-vegtyllur/