Hugleiðingar veðurfræðings
Alldjúp lægð suðaustur af landinu hreyfist til norðurs og mun grava um sig út af Melrakkasléttu. Lægðin veldur norðanátt sem dregur svalt heimskautloft yfir landið. Úrkomusvæði lægðarinnar liggur yfir austanverðu landinu og rignir dálítið þar, en vegna kuldans er sums staðar slydda eða snjókoma til fjalla og hálkublettir á vegum. Nokkrar veðurviðvaranir vegna úrkomu og vinda eru í gildi til hádegis. Sunnanlands er þó úrkomulítið og milt og sést jafnvel til sólar.
Á morgun er spáð vestantrekkingi og rigningu víða norðanlands, en mun hægara og stöku skúrum syðra. Sums staðar hvöss vestnátt og hviðótt úti við norðausturströndina og er veðurviðvörun í gildi þess vegna. Áfram norða- og norðvestanátt á frídegi verslunarmanna og dálítil væta norðantil, en annars bjart með köflum og svipað hitafar og fyrri daga. Að öðru leiti ætti stærsta ferðahelgi ársins að geta orðið flestum til ánægju ef ferðalangar búa sig eftir veðri og aka varlega.
Veðuryfirlit
130 km A af Dalatanga er 995 mb lægð á hreyfingu N og síðar NV. Langt suður í hafi er 1027 mb hæð og frá henni liggur hæðarhryggur til NV yfir Grænland.
Samantekt gerð: 30.07.2022 08:23.
Veðurhorfur á landinu
Norðvestan 3-10 m/s, skýjað með köflum og stöku skúrir á sunnan og vestanverðu landinu en léttir til á Suðausturlandi eftir hádegi. Norðvestan 8-15 m/s norðan og austanlands en 13-18 m/s á norðaustur horninu síðdegis og fram á nótt. Allvíða rigning með köflum og slydda til fjalla en úrkomulítið á Austfjörðum. Hiti 5 til 9 stig norðanlands en 8 til 15 stig syðra, mildast suðaustanlands. Vestlæg átt á morgun, 5-13 m/s en hvassara með norðausturströndinni. Áfram vætusamt með á norðurlandi annars bjart með köflum og að mestu þurrt. Hiti breytist lítið.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðvestan 3-8 m/s og skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 8 til 13 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Norðvestan 8-15 á Vestfjörðum og við norðurströndina en norðan 5-13 m/s í öðrum landshlutum. Rigning eða skúrir um landið norðanvert en slydda til fjalla og hiti 4 til 9 stig en bjartviðri syðra og hiti að 15 stigum, mildast suðaustanlands.
Á þriðjudag:
Norðlæg átt, 8-13 m/s vestantil, en annars mun hægari. Rigning með norðurströndinni annars skýjað en bjartviðri á Suður og Suðausturlandi. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast syðst.
Á miðvikudag:
Norðvestan 5-13 m/s en hvassara um tíma á Austurlandi. Rigning á norðan og austanverðu landinu annars skýjað með köflum en þurrt. Áfram kalt í veðri norðantil en hiti að 14 stigum suðaustanlands.
Á fimmtudag:
Minnkandi norðvestanátt, skýjað og úrkomulítið og lítið eitt hlýnandi.
Á föstudag:
Útlit fyrir vestlæga átt með dálítilli vætu vestantil en bjartviðri um landið austanvert. Hlýnar í veðri.