Hugleiðingar veðurfræðings
Það verður hægur vindur á landinu í dag, skýjað að mestu og sums staðar lítilsháttar væta, og allvíða líkur á þokulofti við ströndina. Norðaustanlands verður þó yfirleitt léttskýjað fyrri part dags. Hiti 11 til 17 stig. Á morgun ganga skil norðaustur yfir land. Þeim fylgir suðaustan kaldi eða strekkingur og það fer að rigna víðast hvar, en suðvestantil á landinu verður vindur á bilinu 13-18 m/s og þar er því útlit fyrir leiðinda útivistarveður. Á norðaustanverðu landinu verður þurrt fram eftir degi og hitinn þar gæti farið yfir 20 stigin, en síðdegis fer þó einnig að rigna á þeim slóðum. Undir kvöld snýst svo í sunnan og suðvestan 8-13 m/s með skúrum sunnan- og vestanlands.
Veðurhorfur á landinu
Fremur hæg breytileg átt, skýjað og sums staðar lítilsháttar væta, en bjar með köflum á Norður og Austurlandi. Allvíða líkur á þokulofti við ströndina. Hiti 11 til 17 stig. Gengur í suðaustan 13-18 m/s suðvestantil í fyrramálið mðe talsverðri rigningu en 5-13 annars staðar og allvíða rigning en þurrt á norðaustanverðu landinu fram eftir degi. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast norðaustantil. Snýst í sunnan og suðvestan 8-15 undir kvöld með skúrum sunnan- og vestanlands.
Gul viðvörun vegna veðurs í fyrramálið: Suðurland og Faxaflói
Veðuryfirlit
Við Snæfellsnes er 1005 mb lægð sem þokast A og grynnist, en 500 km SV af Írlandi er 1032 mb hæð. Við Hvarf er vaxandi 1000 mb lægð sem fer hægt NA.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg vestlæg átt og þokusúld með köflum. Gengur í suðaustan 10-18 í fyrramálið og fer að rigna, en snýst í suðvestan 5-13 síðdegis á morgun með skúrum. Hiti 10 til 14 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Sunnan 8-15 m/s, skúrir og hiti 8 til 14 stig en bjartviðri á Norður og Austurlandi og hiti að 18 stigum þar.
Bætir í vind og úrkomu sunnantil undir kvöld.
Á þriðjudag:
Suðlæg átt, 8-15 m/s og rigning, talsverð á sunnanverðu landinu en skýjað og lengst af þurrt norðaustantil. Snýst í suðvestan 5-13 með skúrum síðdegis en léttir til á Austurlandi. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast fyrir austan.
Á miðvikudag:
Fremur hæg vestlæg átt og smá skúrir við norðurströndina annars skýjað með köflum en þurrt að mestu. Hiti 8 til 14 stig, hlýjast austan og suðaustanlands.
Á fimmtudag:
Hæg suðlæg átt og dálítil væta vestanlands en bjartviðri víða á norðan og austanverðu landinu. Hiti 8 til 15 stig.
Á föstudag:
Útlit fyrir vestlæga átt og lítlsháttar vætu víða um land. Hiti breytist lítið.