Hugleiðingar veðurfræðings
Næsta lægð kemur að landinu með morgninum og henni fylgir sunnan 8-15 m/s og rigning S- og V-lands. Útlit er fyrir talsverða úrkomu víða, einkum við fjöll. Norðaustantil má einnig búast við rigningu, en þó í mun minna magni. Það verður áfram hlýjast á norðaustanverðu landinu þó að ekki megi búast við jafn heitum degi þar og í gær. Hæstu tölur verða líklega um 18 stig. Á morgun stefnir í hæglætisveður með skúrum víða um land og enn kólnar norðaustantil með hámarkshita þar um 13 stig, líkt og verður í flestum öðrum landshlutum.
Veðuryfirlit
400 km NA af Hvarfi er 1007 mb lægð sem þokast NA og grynnist. 750 km A af Langanesi er 1034 mb hæð sem fer hægt A. Um 600 km SSA af Hvarfi er 1011 mb lægð sem fer til NA.
Veðurhorfur á landinu
Gengur í sunnan 8-15 m/s með morgninum og rigning, sums staðar talsverð rigning sunnan- og vestanlands yfir daginn, en úrkomuminna annars staðar. Hægari vestanátt vestantil undir kvöld og dregur úr vætu. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands.
Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s á morgun og skúrir. Hiti 7 til 13 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Gengur í suðaustan og sunnan 8-15 m/s og byrjar að rigna, en hægari vestanátt síðdegis og dregur úr úrkomu. Suðlæg átt 3-8 á morgun og skúrir. Hiti 8 til 13 stig að deginum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og skúrir. Hiti 7 til 13 stig.
Á föstudag:
Norðan og norðaustan 8-15 m/s. Rigning með köflum um landið austanvert fyrri hluta dags, annars þurrt að kalla og jafnvel bjart suðvestantil. Hiti 6 til 14 stig, mildast sunnan heiða.
Á laugardag:
Fremur hæg breytileg átt og bjart með köflum, en suðvestan strekkingur á Vestfjörðum um kvöldið. Hiti 8 til 15 stig.
Á sunnudag:
Vestlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri, en skýjað með köflum vestantil og lítilsháttar væta þar þegar líður á daginn. Hiti breytist lítið.
Á mánudag:
Austlæg átt og lítilsháttar rigning suðvestanlands, annars skýjað með köflum. Hiti 7 til 13 stig.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir áframhaldandi austlæga átt og smá vætu sunnanlands um kvöldið, annars þurrt. Hlýnar heldur.