Nokkur verkefni komu á borð Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins bs. vegna fyrstu haustlægðar ársins. Töluvert hefur verið um útköll vegna foktjóns þrátt fyrir að lægðin hafi ekki verið djúp á þessum landshluta.
Enginn stórtjón voru á svæðinu en töluvert var um svona klassíska hlutin eins og þakplötur og trampólín ásamt ýmsu fleiru. Þetta er kannski góð áminning fyrir veturinn og fólk hugi að sínu nánasta umhverfi og undirbúi sig fyrir frekari storma. Sjúkrabílar fóru í 92 verkefni síðasta sólahring og dælubílar í sjö og voru þau flest vegna veðursins.
Umræða