Landsréttur dæmdi konu til að greiða 400 þúsund krónur til manns í miskabætur fyrir að hafa sakað hann um að hafa nauðgað vinkonu sinni. Ásökunina birti hún í færslu í Facebook-hóp fyrir meðlimi BDSM-samfélagsins. Ummælin voru dæmd ómerk.
Konan sakaði manninn í facebook-færslu um að hafa nauðgað vinkonu sinni í maí 2018. Hin meinta nauðgun var sögð hafa átti sér stað eftir að vinkonan og eiginkona meinta nauðgarans og kærasti eiginkonunnar voru að skemmta sér. Eftir það fóru þau þrjú saman á heimili mannsins eftir kvöldið þar sem maðurinn og vinkonan höfðu samfarir við hliðina á eiginkonunni og kærasta hennar.
Maðurinn kærði konuna fyrir ummælin sem hann sagði að hefðu brotið gegn friðhelgi einkalífs hans. Konan hafi lýst því yfir opinberlega að hann hafi gerst sekur um saknæma og refsiverða háttsemi án þess að skeyta nokkuð um sannleiksgildi þeirrar fullyrðingar. Hægt er að lesa dóminn í heild sinni hér að neðan.
Dóminn má lesa í heild sinni hér
Umræða