Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur dregið Rússa út úr kjarnorkuvopnasamkomulagi við Bandaríkin. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir NATO aldrei hafa verið sterkari en ekki standi til að ráðast á Rússland, sagði Biden í Varsjá í Póllandi í dag.
Biden fundaði með forseta Póllands, Andrzej Duda og lagði hann meðal annars áherslu á mikilvægi bandalags Póllands og Bandaríkjanna. Þá sagði Biden að Rússa ættu aldrei eftir að fara með sigur af hólmi í Úkraínu.
Biden sagði að Vesturlönd ætluðu sér ekki að ráðast á Rússland eins og Pútín héldi fram og benti á að milljónir rússneskra borgara sem vildu einungis lifa í friði, væru ekki óvinurinn.
„Einræðisherra sem er upptekinn af því að endurvekja stórveldi mun aldrei geta slökkt í ást fólks á frelsinu. Grimmd getur aldrei kæft vilja hinna frjálsu. Rússar munu aldrei sigra Úkraínu – aldrei.“
https://gamli.frettatiminn.is/29/09/2022/russar-segja-putin-vera-fifl-og-innrasina-heimskulega0/
https://gamli.frettatiminn.is/25/06/2022/putin-undirbyr-kjarnorkusprengju/
Umræða