2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

Biden segir að Vesturlönd ætli ekki að ráðast á Rússland

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur dregið Rússa út úr kjarnorkuvopnasamkomulagi við Bandaríkin. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir NATO aldrei hafa verið sterkari en ekki standi til að ráðast á Rússland, sagði Biden í Varsjá í Póllandi í dag.

Biden fundaði með forseta Póllands, Andrzej Duda og lagði hann meðal annars áherslu á mikilvægi bandalags Póllands og Bandaríkjanna. Þá sagði Biden að Rússa ættu aldrei eftir að fara með sigur af hólmi í Úkraínu.
Biden sagði að Vesturlönd ætluðu sér ekki að ráðast á Rússland eins og Pútín héldi fram og benti á að milljónir rússneskra borgara sem vildu einungis lifa í friði, væru ekki óvinurinn.
„Einræðisherra sem er upptekinn af því að endurvekja stórveldi mun aldrei geta slökkt í ást fólks á frelsinu. Grimmd getur aldrei kæft vilja hinna frjálsu. Rússar munu aldrei sigra Úkraínu – aldrei.“

Rússar segja Pútín vera fífl og innrásina heimskulega

Pútín undirbýr kjarnorkusprengjur