Síðasta sólarhring fóru sjúkrabílar í 104 útköll og dælubílar í tvö útköll, annað var vegna elds í rusli á víðavangi og hitt vegna þess að vegfarandi tilkynnti um eld í kirkjugarði en þar loguðu útikerti og var engin hætta þar á ferðum.
,,Um kl. 5 í gærmorgun var tilkynnt um brunaviðvörunarkefi í gangi í Rimaskóla í Grafarvogi. Þar höfðu einstaklingar kveikt í rusli utandyra upp við glugga og hafði reykur komist inn í skólann. Tók okkur um 30 mínútur að reykræsta skólann og endurræsa brunakerfið. Fengum 7 önnur verkefni fyrir slökkvibílana síðasta sólarhringinn en af þeim voru fjögur brunakerfi sem voru í gangi. Að auki voru 99 boðanir á sjúkrabílana en af þeim var um fjórðungur forgangsverkefni.
Í gær kom til okkar lítil stúlka sem þurfti að fara í sjúkrabíl fyrir nokkru og þá fékk hún bangsa frá okkur á sjúkrabílnum. Þetta fannst henni svo gott að hún kom til okkar með þrjá bangsa svo að önnur börn gætu líka fengið eins og hún.
Takk fyrir þetta Saga“
Umræða