Í Morgnublaðinu í dag er fjallað um að ,,veiðiferð á sjávarútveginn sé hafin“ af hálfu Samkeppniseftirlitsins. Vegna þess að Samkeppniseftirlitið (SKE) hefur krafið um 30 sjávarútvegsfyrirtæki um ítarlegar upplýsingar um rekstur þeirra. Krafan um upplýsingarnar sé hluti af sérstakri athugun eftirlitsstofnunarinnar sem miðar að því að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi.
Matvælaráðuneytið hefur tryggt SKE 35 milljónum króna til þess að ráðast í verkefnið og hafa nokkur af sjávarútvegsfyrirtækjunum sett sig í samband við lögræðinga vegna málsins.
Samkeppniseftirlið er eftirlitsstofnun sem hefur víðtækar heimildir til að rannsaka meint brot og hefja frumathugun á málum og telja fyrirtækin að ,,hér sé um óljóst samstarf framkvæmdavalds (ráðuneytis) og eftirlitsstofnunar að ræða þar sem tilgangurinn sé óljós.“
Óttast frekari aðgerða af hálfu Samkeppniseftirlitsins
Enginn forsvarsmaður í sjávarútvegi var tilbúinn til að tjá sig undir nafni við Morgunblaðið af ótta við frekari aðgerðir af hálfu Samkeppniseftirlitsins. Var forsvarsmönnum fyrirtækjanna sent erindið miðvikudaginn 5. apríl sl. og var fyrirtækjunum gefnar tæpar þrjár vikur (að páskum meðtöldum) til að svara erindi eftirlitsstofnunarinnar að því er fram kemur í fréttinni.
Umræða