,,Hvað segir þjóðin? Ég og nokkrir aðrir erum að velta því fyrir okkur að halda áfram eftir að Matvælaráðherra hefur stöðvað veiðar strandveiðibáta á handfæraveiðum, þegar hún telur að þeirra veiðiheimild sé lokið. Þá viljum við láta reyna á það hvort Mannréttindadómstóll muni dæma stöðvun á atvinnufrelsi og mannréttindi okkar ólögleg?
Látum íslenska ríkið dæma okkur og sækjum svo um gjafsókn til málareksturs. Við hyggjumst jafnvel fara þess á leit við þjóðina að hún standi með okkur og fylgi okkur í þessari réttlætisbaráttu, fyrir komandi kynslóðir og þjóðina alla. Þetta gæti verið athyglisvert og niðurstaðan gæti komið á óvart.“ Segir smábátasjómaður sem er fyrir hópi manna sem hyggjast leita réttar síns.
,,Athugið að þetta verður gert í nafni mannréttinda og atvinnufrelsis. Burt séð frá athygli sem þetta mun vekja um allan heim. Þá er tímabært að fá úr því skorið hverjir eru búnir að færa fáum útvöldum auðlindina, frá þjóðinni og hvort rétt hafi verið staðið að því og löglega? Og hverjir hafa ekki staðið vörð um hagsmuni almennings og þjóðarinnar í hagsmunagæslu sem þeim var treyst fyrir af þjóðinni. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins er ótvíræð þar sem álit hennar úrskurðar á sama veg og úrskurður Manréttindadómstóls Sameinuðuþjóðanna sem byggja á sömu lögum um mannréttindi og atvinnufrelsi og má því leiða líkum að því að sami dómur falli þar.“
Aðalheiður Ámundadóttir skrifaði áhugaverða grein í tímaritið Lögfræðingur og þar segir: ,,Niðurstaða Mannréttindanefndarinnar varð sú, að íslensku lögin um stjórn fiskveiða brytu í bága við 26.gr. mannréttindasamningsins, þar sem ríkið þótti ekki hafa fært nægileg rök fyrir því að varanleg einkaheimild afmarkaðs hóps til nýtingar eða sölu á sameiginlegri eign þjóðarinnar gæti talist réttlætanleg og nauðsynleg m.t.t. þess tilgangs sem lögin ættu að þjóna. (10.4. og 11. mgr.)
Árið 1998 féll dómur í Hæstarétti þess efnis að fiskveiðistjórnunarlögin brytu í bága við stjórnarskrána. Málið var höfðað gegn ríkinu vegna synjunar um veiðiheimildir á grunni 5.gr. laganna. Hæstiréttur taldi að þótt stjórn fiskveiða og takmarkanir á veiðum ákveðinna tegunda gætu verið nauðsynlegar, væri hins vegar ekki séð að varanleg úthlutun kvóta til afmarkaðs hóps og endanleg útilokun annarra, gæti talist nauðsynleg til verndunar nytjastofnanna. Viðkomandi ákvæði og útfærsla þess bryti þ.a.l. í bága við jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar. Alþingi brást við dómnum með lagabreytingu sem veitti annars vegar rétt til að veiða ákveðnar tegundir án aflaheimilda og hins vegar möguleika á að fá aflaheimildir á tegundir sem lytu takmörkunum framseldar gegn greiðslu til þeirra sem höfðu yfir slíkum heimildum að ráða.
Stuttu eftir gildistöku lagabreytingarinnar reyndi á lögmæti hins nýja ákvæðis í svokölluðum Vatneyrardómi.11 Hæstiréttur taldi fiskveiðistjórnarlögin nú standast stjórnarskrá. Veiðiheimildir væru ekki lengur takmarkaðar við ákveðinn hóp einstaklinga því nú gætu aðrir keypt slíkar heimildir ef handhafar þeirra vildu selja. Þá taldi Hæstiréttur að varanlegar veiðiheimildir manna, sem hefðu stofnað til mikils tilkostnaðar, gerðu þeim kleift að skipuleggja útgerðina til lengri tíma sem leiða myndi til aukinar hagkvæmni.
Um þennan dóm deildu lærðir og leiknir mikið í ræðu og riti, að ógleymdum þeim sem töldu sig eiga beinna hagsmuna að gæta og létu verkin tala er þeir héldu kvótalausir til veiða, í trássi við lögin, til að knýja fram breytingar. Nú lítur e.t.v. út fyrir að téðir lögbrjótar hafi haft erindi sem erfiði því slíkar aðgerðir voru einmitt upphafið að áliti Mannréttindanefndarinnar, sem er meginefni þessarar greinar.“ Segir Aðalheiður Ámundadóttir í tímaritinu, Lögfræðingur
,,Hér er hægt að lesa greinina í heild sinni og er hún mjög áhugaverð varðandi niðurstöður og spurningin er: Eru stjórnvöld að brjóta atvinnu- og mannréttindi þjóðarinnar? Þar sem ekki hefur sýnt fram á að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi sé til verndunar fiskistofnum þjóðarinnar, þar sem það liggur fyrir að fiskistofnar hafa ekki náð að vaxa s.l. tæp 40 ár eins og gert var ráð fyrir. Kerfið hefur brugðist og þar af leiðandi getur ekki talist rétt að hefta aðgengi þjóðarinnar að auðlindinni. Þar sem ekki verður sýnt að um verndun á almannaheill sé um að ræða. Getum við ekki séð að ríkisstjórninni sé heimilt að halda aftur af og banna frjálst aðgengi smábátasjómanna sem hafa frumbyggjarétt til veiða með önglum á grunnsvæði Íslands. Því ættu stjórnvöld nú þegar að opna fyrir veiðar og fara eftir úrskurðum Mannréttindanefnda um ákvæði um frelsi til strandveiða.“
Hér er hægt að lesa greinina í heild sinni: