Maria Zakharova upplýsingafulltrúi utanríkiðsráðuneytis Rússlands segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun Þórdísar Kolbrúnar utanríkisráðherra um að loka sendiráði Íslands í Rússlandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi í morgun þar sem Maria sat fyrir svörum en Haukur Hauksson blaðamaður í Moskvu spurði hana út í möguleg viðbrögð Rússa við ákvörðunni. Í símatímanum á útvarpi Sögu í morgun ræddi Arnþrúður Karlsdóttir við Hauk Hauksson um það sem fram kom á fundinum.
„Svar Rússa myndi verða Íslandi mjög í óhag og það sem eftir mun koma, muni ekki veikja hagsmuni Rússa á nokkurn hátt, en hvað Rússar muni gera sé enn á hugmynda og vinnslustigi“ að sögn Zakarovu.
Ísland er fyrsta og eina landið af 51 óvinaríki til þess að loka sendiráði sínu í Rússlandi og erfitt verði að byrja upp á nýtt. Með þessu sé Ísland komið á fremsta vagn óvinaríkja Rússlands. Svo virðist sem um einhliða ákvörðun Þórdísar Kolbrúnar að ræða,“ segir Haukur Hauksson, blaðamaður í viðtali við útvarpsstöðina.
Umræða