Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning um yfirgefna bifreið við Suðurstrandarveg þann 12. júní sl.
Frá því um hádegisbil þann 13. júní hefur Sigrúnar Arngrímsdóttur verið leitað af björgunarsveitum án árangurs frá landi og úr lofti.
Litlar vísbendingar eru um hvar Sigrún gæti verið og ítrekum við ef einhver hefur upplýsingar um ferðir hennar að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 4442299 eða neyðarlínuna 1-1-2.
Verið er að endurskipuleggja leitarsvæðið og leit mun halda áfram.
Umræða